Thursday, January 11, 2007

 

Fleiri morð.

Nú ætlar Bush að senda 20.000 hermenn til Íraks. Til viðbótar við þá sem eftir eru. Yfir 3.000 bandaríkjamenn fallnir. Í nafni frelsis og lýðræðis. Aldeilis munur fyrir aðstandendur þeirra. Mæður, feður og eiginkonur. Og eiginmenn. Þeir hafa fallið fyrir foringjann.Það er fallegt og göfugt hlutverk. Sagan endurtekur sig enda skeggið skylt hökunni. Hitler var viss um að Rússar myndu fagna honum sem frelsara þegar hann sendi hersveitir sínar inn í Sovétríkin. Bush og Rumsfeld voru sömu skoðunar varðandi Írak þó herforingjar þeirra væru á öðru máli. Það eru að sjálfsögðu til Kvislingar meðal flestra þjóða. Hitler átti t.d. trygga aðdáendur á Íslandi þegar síðari heimsstyrjöldin brast á. Sem hefðu fagnað komu þjóðverja hingað á undan bretunum. Ég held að Styrmir ætti að hringja í Bush. Reyndar óvíst um árangur. Nú er kaninn byrjaður að myrða óbreytta borgara í Sómalíu. Í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkamönnum. Hvað kallar ærlegt fólk þessa iðju bandaríkjamanna? Fórnir í þágu góðs málstaðar? Ég kalla þetta morð og hryðjuverk. Sem mun ekki skila öðru en enn meira hatri. Það er ekki hægt að vinna svona stríð. Það sannaðist eftirminnilega í Víetnam. Þar biðu bandaríkjamenn herfilegan ósigur í baráttunni við eina fátækustu bændaþjóð veraldar. Og þeir munu ekki ríða feitum hesti frá glæpaverkum sínum í Írak. Verkum, sem þeir, draugurinn og nagarinn kalla uppbyggingu. Og Þorgerður Katrín og mörg önnur gáfnaljós taka undir.Hún er stundum einkennileg túlkunin á lýðræði og frelsi. Brennisteinsfnykurinn gýs upp. Þessi sem Hugo Chaves nefndi. Verkamannaforinginn breski ætlar að kalla suma hermenn sína heim áður en hann gefur stjórnina á bretaveldi frá sér. Ábyrgð hans á eyðileggingunni og morðæðinu verður þó jafnmikil og áður. Og nöfn nagarans og draugsa hafa verið endanlega skráð í íslandssöguna. Og líklega verða þeir stoltir af verkum sínum allt til hins síðasta. Sem betur fer eru nú allmargir íslendingar á öndverðum meiði. Þó ekki væri það vegna annara saka, sem þó eru ærnar, eiga ríkisstjórnarflokkarnir skilið herfilega útreið í komandi kosningum. Vonum bara að ósigur þeirra verði sem allra stærstur. Með vetrarkveðju, ykkar Hösmagi.

Comments:
Heyr heyr! Og takk fyrir samvinnu og skutl í morgun/gær! Kveðjur til
Raikonens!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online