Saturday, December 30, 2006

 

Viðbjóður.

Saddam Hussein hefur verið aflífaður. Réttlætinu væntanlega fullnægt. Réttlæti bandaríkjamanna, sem stjórnuðu sýndarréttarhöldunum yfir þessum fyrrum forseta. Hann var svo sem ekkert saklaust guðslamb. Lét t.d. myrða 2 eiginmenn dætra sinna þegar þeir voru svo bláeygðir að snúa aftur heim til Íraks. Auk alls annars sem hann hafði á samviskunni. Samt var aftaka hans einungis ógeðslegt morð sem bandaríkjamenn einir bera ábyrgð á. Bush og félagar éta kalkún sinn með bros á vör í kvöld af því að guð þeirra er réttlátur. Og Valgerður, íslenski utanríkisráðherrann, virðir ákvörðunina um morðið. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað sé eiginlega inní hausnum á þessari kerlingu. Og hvernig það gat eiginlega gerst að hún kæmist til áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Líklega einhver hringt í vitlaust númer. Það er að vísu ekki langt eftir af valdatíma hennar. En skaðinn er skeður samt sem áður. Það fer hrollur um venjulegt fólk yfir þessu morði. Ónotatilfinning eins og Ingibjörg Sólrún talaði um. En sauðkindin í stóli utanríkisráðherrans virðir þessa ákvörðun. Og líklega gráta þau ekki draugurinn, yfirnagarinn og véfréttin. Éta og skála í kvöld. Allt er þetta á versta veg. Og enn verra vegna einkaákvörðunar nagarans og draugsa. Sem eru enn staðfastir. Vigfúsir með Bush og öllum hinum. En ærlegu fólki verður óglatt yfir þessu. Við Raikonen mótmælum báðir og höfum skömm á þessu liði. Við berum vonandi sem flest gæfu til þess á nýju ári að velja okkur betri forystumenn en við höfum mátt þola á undanförnum árum. Forystumenn sem ekki virða ákvarðanir um morð. Hver sem á í hlut. Skálkar eða saklaust fólk. Gamla boðorðið um að þú skulir ekki mann deyða er í fullu gildi. Það er borin von að Valgerður og skoðanabræður og systur hennar skammist sín. Það hefur sennilega gleymst að koma þeirri tilfinningu fyrir í þeim. Megi skömm þeirra ekki gleymast. Sæl að sinni. Meira síðar. Ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online