Sunday, December 17, 2006

 

Tímamót.

Það eru nú tímamót að verða níræður. Þó ótrúlegt megi teljast var mér boðið í fimmtugsafmæli framsóknarflokksins. Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti Hriflu Jónas.Þetta var á meðan enn var smálíf í flokknum. Kaupfélögin blómstruðu og pínulítið af hugsjónum enn blikandi. Nú 40 árum síðar er ekkert eftir. Nema valdasýkin, bitlingagræðgin og sjálfseyðingarhvötin. Þessi flokkur er endanlega búinn að vera. Hann mun ekki eiga fleiri afmæli í lifanda lífi. Andartök þessa hrörlega rekalds verða ekki mikið fleiri. Og eins og ég hef sagt áður mun ég ekki verða við kistulagninguna né jarðarförina. Ég ætla að láta mér líða sérstaklega vel heima. Gera bara virkilega vel við mig í mat og drykk. Væri vís með að bjóða vildarfólki til mín til að samfagna. Véfréttin og aðrir forystumenn flokksins trúa því enn að þeir geti villt á sér heimildir. Samanber ræðu hennar um daginn þar sem minnst var á morðæðið í Írak. Auðvitað ekki heil brú í þvælunni sem valt uppúr þessum karftaverkamanni draugsins. Ætli sauðirnir sem klöppuðu séu ekki hálfvankaðir núna? Þeir þurfa ekki að klappa miklu oftar og hafa áhyggjur af siggi í lófunum. Þegar illgresið hefur umvafið leiðið verða allir búnir að gleyma þessu slysi sem flokkurinn var.

Nú er aðeins vika til jóla. Hösmagi bara í nokkuð góðum málum. Á þó eftir að kaupa jólagjöf handa Raikonen. Og lengi geta nú rykkornin leynst í skúmaskotum. Ég ætla sannarlega að njóta hvíldar á þessum frídögum. Lesa og liggja á meltunni. Svo kemur skrírnarveisla yngsta afkomandans og útskriftarveisla lambakóngsins, nafna míns. Það er semsagt margt gott framundan. Og svo ef til vill það besta sem hent hefur þennan Fiskibana í mörg ár að auki. Leyndóið mitt frá því um daginn. Sá sem finnur það sem hann hélt að væri endanlega glatað er hólpinn. Líklega á Hösmagi eftir að ljóma eins og sól á næsta ári. Bestu kveðjur til allra krúttanna, ykkar Hösmagi.

Comments:
Maður er nú orðinn svolítið spenntur yfir þessu leyndói þínu. Ekki ertu þó að færa Beggu, Magga og Sölva hálfsystkini á gamals aldri?
Ég er hins vegar ekki jafnbjartsýnn á vitsmuni kjósenda næsta vor og þú ert, þ.e. að þeir muni láta hjá líða í nógu miklu magni að krossa við annað en B.
Framsókn mun beita gamalkunnugri taktík: Lofa einhverju yfirgengilegu svona um svipað leyti og snjóa leysir í vor og þykjast við sama tækifæri vera óháð Sjálfstæðisflokknum og þá munu nógu margir kjósendur láta plata sig til þess að krossa vitlaust enn einu sinni. Síðan fellur allt í sömu BD-súpuna aftur.
 
Ég er nú ekki algjörlega búinn að tapa glórunni. Lauk barneignum fyrir 28 árum. Ég ætla að sitja aðeins lengur á strák mínum með leyndóið. og við skulum tala frammarana niður en ekki upp. Vonum bara að fall þeirra verði mikið.
 
Ég verð nú að segja að ég er hálffeginn með svarið við spurningu Sigurðar - en líst þó vel á það æskublóð sem virðist streyma um æðar Hösmaga um þessar mundir!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online