Friday, December 15, 2006

 

Sá síðasti.

Það er svo voðalega langt síðan ég hef minnst á litla flokkinn að það er vart sæmandi. Nú hefur Hjálmar Árnason tilkynnt að hann vilji velta Guðna Ágústssyni úr 1. sætinu í suðurkjördæmi. Guðni er síðasti móhíkaninn í framsóknarflokknum. Eiginlega það eina sem eftir er af því skásta sem flokkurinn var fulltrúi fyrir. Þessvegna þarf að koma honum burt. Eins og nú standa sakir getur framsókn í hæsta lagi gert sér vonir um 1 þingmann hér. Og véfréttin frá Bifröst kærir sig ekkert um Guðna frekar en draugurinn sem kom henni í þetta embætti. Upplagt að siga Hjálmari á varaformanninn. Hjálmar þessi telur sig merkilegan þingmann. Hefur lengi langað í ráðherrastól.En honum mun ekki verða kápa úr þessu klæði sínu. Það er að vísu svo að flestu framsóknarfólki virðast allar bjargir bannaðar. En ég held að Hjálmar hafi ekkert í Guðna að gera. Mér er minnisstæður kastljósþáttur um daginn. Þar voru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Hjálmar þessi af Romshvalanesi.Ég hef aldrei séð framsóknarmanni pakkað svona gjörsamlega saman áður. Vandræðagangur þessa þingmanns var svo yfirgengilegur að það lá við að ég vorkenndi honum.Og hef ég þó ekki sérlega mikið álit á þingmönnum SF svona yfirleitt. Þórunn þó með þeim langskástu. Og yrði miklu betri ráðherra en þessi senditík draugsins.Ég syrgi það svo sem ekki að stjórnarflokkarnir virðast algjörlega heillum horfnir í framboðsmálum sínum. Nú er aðalmálið að þyrla upp nógu miklu ryki. Hinn dýrkeypti samgönguráðherra sem hefur barið haus sínum í grjótið árum saman segist nú allt í einu hafa tekið ákvörðun um alvöru veg milli Reykjavíkur og Selfoss. Og reyndar út um allar trissur. Maðurinn sem staðið hefur fyrir fjáraustri í fánýti og frat eins og Héðinsfjarðargöng. Sem ekki einu sinni heimamenn fyrir norðan kæra sig nokkuð um. Ég held að best væri að senda þetta lið í geðrannsókn. Þessa stöðnuðu sauði sem hafa stjórnað þessu landi allt of lengi. Mennina sem hafa gefið vildarvinum sínar eigur þessarar þjóðar. Mennina sem bera ábyrgðina á ört vaxandi mismunun í tekjuskiptingunni. Fórna náttúru landsins fyrir baunadisk. Ég skammast mín fyrir þá alla þó ég hafi aldrei kosið þá.Sendum sem flesta út í kuldann og látum þá sleikja kaun sín þar til eilífðarnóns.

Samkvæmt bloggsíðu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, erum við að fá nýjan hlýindakafla. Þetta er ákaflega góð og skemmtileg síða fyrir þá sem áhuga hafa á veðri og náttúrufari. Svo góð að ég fyrirgef Einari af öllu mínu hjarta að vera framsóknarmaður.

Við Kimi sendum ykkur okkar hlýjustu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, það er megn skítalykt af þessu öllu. Það væri synd að segja að þessi borgarfulltrúi kynni ekki að gefa á garðann. 6% maður með 50% völd. Þetta kunna framsóknarmenn flestum betur. Við jörðum þá í vor og mígum svo á leiðið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online