Saturday, December 02, 2006

 

Ærukærleikur.

Ég minntist á það um daginn að ég teldi flesta kjósendur íhaldsins venjulegt og sómakært fólk. Stundum verða menn að endurmeta skoðanir sínar. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur sjálfstæðisflokkurinn meira fylgis í Suðurkjördæmi en öðrum kjördæmum. Sumir hafa einstakt lag á að hafa endaskipti á hlutunum. Hér dansa íhaldshöfuðin eftir tugthúslimunum. Ég lýsi hér með frati á kjósendur íhaldsins hér í kjördæminu. Hafa líkast til farið að dæmi Pílatusar og skolað af lúkunum. Þetta er bara ámáttlegt. Þessir kjósendur vilja greinilega að maður sem brotið hefur lögin í skjóli trúnaðar þeirra sjálfra skuli aftur komast á þing til að setja þeim lög til að fara eftir. Þeir hafa líklega gleymt a.m.k. einu af gömlu boðorðunum. Þú skalt ekki stela. Mættu alveg rifja það upp.
Meirihlutinn í Árborg sprunginn með hvelli. Ástæðan er nú ekki ljós hinum almenna borgara hér. Ég trúi öllu með fyrirvara sem þetta fólk segir. En það er þó víst að íhaldið ber enga ábyrgð á skipulagsklúðri síðustu bæjarstjórnar. Þar sem þeir Frans fasteignasali og Einar El vöfðu henni um fingur sér. Sá skaði verður seint bættur. Það verður fróðlegt að vita hvað gerist í dag. Þó Jón Hjartarson sé hinn vænsti maður óttast ég að nýr meirihluti með þessum 4 fyrrverandi og núverandi bæjarfulltrúum vinni nú ekki nein stór afrek. Við verðum að bíða og sjá hvað setur.

Hér komu þau skáldið og heitkona þess í gær. Indælisheimsókn. Spjall um lífið og tilveruna og fleira skemmtilegt. Varla friður hér við tölvuna fyrir athyglissýki litla ferfætta vinarins. Myrkur, logn og hið ljúfasta desemberveður. Hlýjar kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hvað sagði ég ekki um aumingjagæsku kjósenda?
Hvað líður annars starfsemi hollvinafélagsins?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online