Tuesday, December 05, 2006

 

Ný bæjarstjórn...

hefur verið mynduð hér. Vinstri grænir hafa lappað uppá fleyið sem missti 3 fyrir borð í síðustu kosningum. Ég ætla ekki að afskrifa þessa tilraun strax. En ekki líst mér gæfulega á hana. Hásetar krata og framsóknar þeir sömu og síðast. Hverra ær og kýr í síðustu kosningum voru að mæra eigið ágæti. Og auðvitað fékk yfirkratinn bæjarstjórastólinn. Bitlingasýkin söm við sig á þeim bænum.Þeir eru þá orðnir 3 á launum hjá okkur bæjarstjórarnir. Íhaldskerlingin sem ráðin var úr höfuðborginni labbar í burtu með 14 millur uppá vasann. Og íhaldið hér í algeru rusli. Frankenstein sjálfur er upprisinn samkvæmt frétt í sjónvarpinu í gær. Það virðist vera vandlifað í þessu blessaða bæjarfélagi. Ég er viss um að það væri ekki verra að fá fuglana sem nú fara að tínast af fjöllum til að stjórna hér. Þeir myndu örugglega gera eitthvað skynsamlegra hér við brúarsporðinn en þetta útjaskaða og dauðuppgefna lið sem stjórnað hefur bænum undanfarin ár. Og þegar kratar og framsókn fara í hár saman á næsta ári stendur Jón á hliðarlínunni og botnar ekki neitt í neinu. Kannski verður hann bara bæjarstjóri næst. Við fáum þó útsvarið hans í kassann. Eina ljósglætan í þessu svartnætti er að Eyþór Arnalds er endanlega úti í kuldanum. Með bæjarstjórakveðju, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online