Tuesday, December 05, 2006

 

Framhaldssaga.

Jólasveinunum úr Ingólfsfjalli dytti ekki í hug að spilla svæðinu hér við brúarsporðinn á þann veg sem til stendur. Miðjuhneysklið frá síðustu bæjarstjórn mun ekki lagast með þessari bæjarstjórn. Því miður. Hvaða ástæða er til að hlaða öllum þessum byggingum hér niður á smábletti? Við þurfum ekkert Manhattan hér. En nokkrir vinir bæjarstjórnarinnar vilja græða peninga. Heilmikla peninga. Og auðvitað eiga bæjarfulltrúarnir að hlýða. Eða hvað? Hvað með okkur hin sem viljum alls ekki þétta íbúðabyggð á þessu svæði. Turnspírur á leið til þess sem skóp manninn á nótæm. Og svo voru þessir larfar í fleiri daga að búa til eitt stykki Frankenstein. Aumingja íhaldið getur ekki leynt vonbrigðum sínum. Og við mörg hinna ekki heldur. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Það á að moka þessu íbúðafargani burt af miðjunni í eitt skipti fyrir öll. Við skulum bara hafa hér verslanir, ölkrár og tré. Og blóm. Ýtum gróðahyggju nokkurra einstaklinga út í hafsauga. Látum menninguna blómstra og hættum að deila um þessa úrsérgengnu þvælu. Bless í bili, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online