Thursday, November 09, 2006

 

Þýtur í laufi.

Vindurinn gnauðar. Náð sér vel á strik í nótt. Haust eða vetrarlægðir á ferðinni hver af annari. Hitinn 6 gráður og hvert einasta snjókorn horfið. Ágætt. Við Kimi báðir í fínu formi að venju. Útgáfuteiti hjá skáldinu mínu í gærkvöldi. Hamingjuóskir frá mér með Fljótandi heim. Hlakka til lestursins.
Enn brillerar Álgerður. Segir íslendinga hafa efasemdir um dauðarefsingu. Dauðarefsing á aldrei rétt á sér. Sama hver á í hlut og hvað hann hefur gert. Ekki dettur mér í hug að halda uppi vörnum fyrir Saddam. En það er nú íhugunarefni fyrir þetta fyrirbæri sem nú situr í stól utanríkisráðherra Íslands, hverjir það voru sem fengu honum eiturgasið til ódæðisverkanna. Þá var þessi dauðadæmdi maður þóknanlegur bandarískum stjórnvöldum. Það hafa kannski verið "tæknileg mistök" eins og Ísraelsmenn kalla nú barnamorðin í Palestínu. Sem framin eru í skjóli bandaríkjamanna eins og allt annað sem stjórn Ísraels leyfir sér.Nú er Rumsfeld á lausu. Kannski ráða júðarnir hann sem ráðgjafa? Ákaflega staðfastur maður eins og seðlabankastjórinn og hinn nýi framkvæmstjóri ráðherranefndar norðurlandaþjóða. Góður í að útskýra hlutina fyrir þeim sem ekki eru ánægðir og geta ekki skilið alla þessa góðgerðastarfsemi.Og heilmikil staðfesta í Álgerði líka. Af hverju er það að verða aðaleinkenni á ráðherrum framsóknar að vera eins og álfar út úr hól í öllum málum? Véfréttin engu betri en frúin með álheilann. Helsta verkefni dagsins áfram að snúa við staðreyndum og mæra draug. En það er bót í máli að véfréttin mun verða fyrsti og síðasti maðurinn sem verður formaður í stjórnmálaflokki án þess að verða nokkurntímann þingmaður. Hann fær engin íhaldsatkvæði að láni eins og draugurinn forðum.
Ég hef nú minnst á það hér áður að við sunnlendingar höfum lengst af þurft að ganga með veggjum vegna þingmanna okkar. Undirritaður verður þó a.m.k. sáttur með einn. Réttsýnn og gegn maður, Atli Gíslason. Ég ætla að láta aðra verða sátta og stolta af Árna Johnsen, Gunnari Örlygssyni og öllum hinum í þessari úrvalssveit íhaldsins hér í kjördæminu. Sem betur fer styttist í það að maður losni við smettin á þessu liði af nánast öllum vefmiðlum landsins.Sumir í betrun og allir óskaplega reyndir og taustir. Oj bara.

Og gnarr vindsins heldur áfram. Bara 51 dagur lifir af árinu 2006. Það hverfur í skaut aldanna eins og öll hin. Þá kemur 2007 og tækifæri fyrir okkur að breyta landstjórninni til betri vegar. Vonandi berum við gæfu til þess. Ykkar Hösmagi, hlustandi á slög vindhörpunnar.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online