Tuesday, November 28, 2006

 

Raunir íhaldsins.

Loft er lævi blandið hjá íhaldinu hér í kjördæminu. Afleit staða og allar lausnir erfiðar. Það kom í ljós í gær samkvæmt fréttum að Drífa þingmaður var sú eina af frambjóðendum í prófkjörinu sem fékk bindandi kosningu. Kjördæmisráðið á rökstólum. Hugsanlega kemur fram tillaga um aðra uppröðun en prófkjörið ákvarðaði. Og það er strax æpt um árás á lýðræðið. Árás á sjálfan vitringinn mikla. Það er auðvitað ekki í mínum verkahring að ráðleggja íhaldinu eitt eða neitt. En ef ég fæ graftarkýli læt ég einfaldlega skera það burt. Sama mundi gerast ef ég yrði skyndilega lúsugur. Fengi mér eitthvað öflugt til að fjarlægja óværuna. Svolítið sársaukafullt í bili að láta skera. En kýlið hverfur og allt færist í sama horf aftur. Þó ég sé alltaf að skammast út í íhaldið er ég sannfærður um að megnið af kjósendum þess er ósköp venjulegt og sómakært fólk. Það skammast sín nú fyrir graftarmeinið sem hrjáir flokk þess hér í kjördæminu. Og stórspillir fyrir honum í öðrum kjördæmum einnig. Forusta flokksins getur í hvoruga löppina stigið. Því er ekki um annað að ræða en kjördæmisráðið taki af skarið. Láti listann vera eða skeri meinið burt í eitt skipti fyrir öll. Ekki ætla ég að gerast spámaður um niðurstöðuna. En hún verður samt fróðleg. Prófsteinn á siðferðisþroska sunnlenska íhaldsins.

Kári er glettinn sem stendur. Þetta er þó dásemdarvetrarveður.Snjórinn víðsfjarri og það er bara mjög gott að vera til. Glaðnað til í vinnunni og tilhlökkunarefni að halda til starfa klukkan 9. Sendi ykkur öllum bestu kveðjur( íhaldinu hér líka), ykkar Hösmagi.

Comments:
Ekki voru þeir nú sérlega margir sem að sneru baki við ljósastaurabananum sem ákvað sína eigin mildu refsingu við glæp sínum.
Kjósendur eru nefnilega ansi aumingjagott fólk, því miður.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online