Thursday, November 30, 2006

 

Mörsugur.

Gamli fullveldisdagurinn í dag. Allur sjarmi löngu farinn af honum og megnið af æskunni veit ekkert sérstakt um 1. desember. Geir og Valgerður að plotta um varnir. Við nánast nakin eftur brotthlaup kananna. Alveg er þetta nú hreint voðalegt ástand.Véfréttin söm við sig. Það sem hún sagði um Íraksmálið um daginn sagði hún auðvitað ekki. Snúið út úr öllu fyrir henni. Kannski að Móri hafi tekið upp símann? Auðvitað reyndist spá mín rétt. Bara mannalæti og við verðum áfram með í morðæðinu sem á máli íhalds og framsóknar heitir lýðræðisþróun. Það er greinilega enn líf í nagaranum og draugsa. Og strengjabrúðurnar láta ákaflega vel að stjórn. Við skulum klippa á strengina í vor. Enn eitt tilhlökkunarefnið fyrir undirritaðan. Skógrækt, veiði og pólitísk aftaka stjórnarherranna.

Kári dregur lítið úr. Hitinn svona 6-7 gráður og Raikonen eltist við fjúkandi laufið fyrir framan blokkina. Heldur sig svo inni í húsvarðarstarfinu á meðan Fiskirhellir sinnir starfi sínu. Hyggst halda til höfuðborgarinnar á morgun og kíkja á unga afkomandann í Garðabæ. Lífið gengur sem sagt sinn vanagang. Þessi síðasti mánuður ársins mun líða hratt eins og hinir. Aldamótin rétt nýliðin en samt nálgast 2007 óðfluga. Urriðaskelfir við hestaheilsu og fjallhress að venju. Við kisi sendum kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Til hamingju með nýja meirihlutann. Sérstaklega til hamingju með að losna við ljósastaurabanann úr áhrifastöðu. Verður Ingólfsfjalli nú þyrmt?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online