Wednesday, November 22, 2006

 

Litbrigði....

mannlífsins eru mörg. Svona tilbrigði við stef á ýmsa vegu. Hösmagi hefur löngu lært að best er að taka allt hæfilega hátíðlega. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu.Kippa sér ekki upp við smámuni. Halda ró sinni þó óvæntir atburðir gerist.Svo er ágætt að lofa sjálfan sig svolítið ef rétt er farið að því. Enda hefur hann gert það hér stundum. Nefnt sig geðprýðisstöngul og ritsnilling t.d. Og nýtur þess að ausa úr viskubrunni sínum. Reynir að vera samkvæmur sjálfum sér og liggur ekki á skoðunum sínum. Við erum nú mörg svona. Sem betur fer vil ég segja. Svo eru aðrir sem telja sig vera svona en eru það ekki. Halda því fram að þeir séu hljóðlátir og vinni á akrinum. Rækti það góða og séu trúir þjónar samfélagsins. En stundum kemst upp um þá. Þegar þeir telja að enginn sjái til þeirra snýta þeir sér í gardínur. Og spýta svo bak við mubblur. Ég hef oft brotið heilann um hvernig á þessu stendur. Líklega bara litbrigðin í mannflórunni. Það virðist líka vera afskaplega algengt að predika mikilvægi vináttu og kærleika í orði en haga sér svo með gagnstæðum hætti í lífinu sjálfu. Svona hefur þetta verið og það mun alltaf verða svona. Það skilja ekki allir hvað felst í því að orð skuli standa. Því miður.

Hér er enn sama blíðviðrið. Enginn snjór og hægur andvari. Hitastigið um ein gráða.Raikonen enn sofnaður í gluggakistunni. Hösmagi á leið til starfa eftir kjötbollur í brúnni sósu. Nóg að gera í dag. Skjalagerð og fundir. Það er mjög gott og undirritaður er glaður og sæll. Bið að heilsa nú, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online