Sunday, November 05, 2006

 

Landið góða.

Var að koma úr sunnudagsbíltúr. Upp Grafning og niður Grímsnes. Þurfti aðeins að kíkja á landið góða. Fyrirheitna landið þar sem Paradísarhöllin rís síðar. Þegar ég ók upp Grafningsveginn var glampandi sólskin. Síðan kom þoka og rigning. Og slydda og haglél. Svona týpískt haustveður á Ísaköldu landi. Og Raikonen kúrir í baðvaskinum. Rótar sér ekki í svona veðrabrigðum. Hösmagi hefur líka verið latur þessa helgina. Kúrt undir sæng sinni og haft það notalegt. Yljað sér örlítið við að litla flokknum er ekki spáð neinum þingmanni í Reykjavík eða Kraganum. En það er langt í kosningar. Ekkert mun verða til sparað til að villa fólki sýn. Og það eru nógir aurar til að dæla í auglýsingastofurnar. Veiðin úr kjötkötlunum á undanförnum árum. Þeir náðu að blekkja marga síðast. Vonandi tekst það ekki í maí n.k. Og ég held að Álgerður ætti að fara til Noregs strax. Annars er ekki víst að hún komist þangað. Sendiherradjobb fyrir vel unnin störf. Nýjasta skrautfjöður hennar er sú að auðvelt verði nú að semja við kanana um nýjan viðskiptasamning. Þeir eru nefnilega með móral yfir að hafa stungið af héðan í skyndingu. Eru engin takmörk fyrir dellunni sem getur oltið uppúr þessari konu? Könunum hefur alltaf staðið nákvæmlega á sama um íslendinga. Enda verðum við að hreinsa upp óþverrann eftir þá. Helmingur allra bygginga ónýtur og þær verða margar krónurnar sem það kostar að hreinsa til þarna. Það er eiginlega alveg sama um hvað af verkum þessarar stjórnar maður hugsar. Flökurleikinn gerir vart við sig. Því miður verður nú ekki hægt að laga allt eftir þessa snillinga. En við skulum ekki kjósa þá yfir okkur einu sinni enn. Sofnum ekki á verðinum. Látum ekki villa okkur sýn. Tíma framsóknaríhaldsins verður að linna.

Það verður laxaveisla í kvöld. Flak af Ölfusárlaxi, rauðar íslenskar, tómatar og smjör. Einhverntímann þótt ætur matur. Tvö eyru kíkjandi upp úr baðvaskinum. Skemmtilegt sjónarhorn. Ég og eyrun sendum ykkur bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Sammála lyfjafræðingnum og stórskyttunni, því miður (eða "leider" svo maður tali nú þá tungu sem notuð var í Willstätt á gullaldarárum þess mekka þýsks handknattleiks).
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online