Saturday, November 18, 2006

 

Gáfur...

eru afstæðar. Heldur ekki sama hvernig þær eru notaðar. Siðblindur afbrotamaður nýtur fulls trausts forystu sjálfstæðisflokksins. Tveir efstu menn listans hér í suðurkjördæmi hafa lýst yfir að hann sé mjög sterkur. Með þá í frontinum. Eru sjálfstæðismenn hér svona miklu siðblindari en aðrir? Hann virðist ekki ríða við einteyming dómgreindarskorturinn. Einföld tæknileg mistök að brjóta svo af sér í starfi að afleiðing verður 2ja ára tugthúsvist. Og svo voru það fleiri sem gerðu mistök. En tæknileg atriði urðu til þess að það var vitringurinn með breiða bakið sem ómaklega varð að taka afleiðingunum. Hvernig væri nú að Geir, Þorgerður Katrín, dýralæknirinn, dómsmálaráðherrann og fleiri myndu tjá sig um viðtalið við vitringinn mikla í sjónvarpinu á dögunum. Eru þau ánægð með að svona veruleikafirt mannherfa verði fulltrúi sjálfstæðisflokksins á þingi? Ég efast nú reyndar um það. En forustan mun reyna að koma sér undan ábyrgð á þessu þingmannsefni. Það segir auðvitað ákveðna sögu. Og ég er líka alveg viss um að þetta gæti ekki gerst í öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis. Ekki einu sinni flokksins sem nú hefur klæðst líkklæðunum. Jarðarförin ein eftir. Siðasti naglinn rekinn í kistuna í gær þegar Kristinn var sendur út í kuldann. Eða dettur einhverjum í hug að Kristinn og stuðningsmenn hans muni kjósa framsóknarflokkinn í vor? Varla nokkrum nema kannski fólki með svipaða dómgreind og vitringurinn mikli. Gefum framsóknaríhaldinu frí. Það hefur sannarlega unnið fyrir hvíld.

Það er glampandi sól. Frostið var 12 stig hér um hádegið. Nú ætla ég að nota þetta fallega veður og halda að fyrirheitna landinu. Sem bíður eftir vorinu. Og mér.

Hlýjar kveðjur úr kuldanum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online