Wednesday, November 01, 2006

 

Aumingja Finnar.

Móri hefur fengið nýtt djobb. Framkvæmdastjóri ráðherranefndar norðurlanda.Ég veit nú ekki sjálfur hverskonar montembætti þetta er. En líklega vel launað. Ekki veitir Móra af. Varla svo há eftirlaunin eftir að hafa verið lengur í stjórnmálum en elstu menn muna. Og tæplega gefur kvótinn mikið af sér. Einhver bölvuð hungurlús.Hinn nýi formaður litla flokksins, véfréttin sjálf, var í útvarpsviðtali í fyrradag. Og ekki að skafa af mærðinni um þennan páfa sinn. Finnar eiga alls ekki að vera neitt fúlir.Vegna þess að enn er líf í Móra. Að mati véfréttarinnar fyrirfinnst ekki meiri vitsmunavera á jarðarkringlunni en einmitt Móri. Kannski er það kvótakerfið, Íraksstríðið, " salan" á Búnaðarbankanum og fleira fínt sem veldur þessu. Þessvegna áttu aðrir engan sjéns. Þetta er nú ekki flóknara en það. Þegar ofurheilar eru annarsvegar eiga aðrir enga möguleika. Enda sannast það á hinum lýðræðislega kjörna forseta fyrir vestan. Það er því engin ástæða fyrir finnana að vera stúrnir. Þeir geta bara haldið áfram að þjóra Koskinkorva og unað glaðir við sitt. Og svo voru þau Móri og Véfréttin saman í skóla. Þekkt hvort annað lengi að hennar sögn. Hvaða læti eru þetta?

Ef það væri aðeins bjartara yfir gæti maður haldið að það væri vor í lofti. Hitinn kominn í nær tveggja stafa tölu. Hver dagurinn af vetrinum sem svona verður styttir hann. Gott að fá hið tæra og raka loft líðandi inn um kontorgluggann. Raikonen kátur þó svolítil væta fylgi þessu vorhausti. Það er sem sagt allt gott af okkur að venju. Svo sest ég í galeiðuna klukkan 9. Leggst þungt á árar svo kapitalistarnir verði enn gildari. Bestu kveðjur til ykkar, krúttin mín, ykkar einlægur Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online