Monday, November 13, 2006

 

Annað tækifæri.

Enn hefur Geir Haarde talað. Dæmdir menn skulu fá annað tækifæri. Það er bara þannig.Segir þó að þegnarnir eigi að fylgjast með þeim. Að þeir fari ekki aftur út af sporinu. Þá vitum við það. Þetta á sérstaklega við um þá sem fremja afbrot í skjóli trúnaðar sem þeim hefur verið falinn. Eru duglegir. Svona menn eins og Baggalútur var að lýsa. Siðblind syndafjöll. Og iðrast einskis. Enda þekkja þeir ekki þá tilfinningu. Það gleymdist hreinlega að setja hana í þá. Og verða alveg voðalega sárir yfir að fá ekki að gaula þegar þeim hentar. Í stofuprísund á flottu hóteli á landsbyggðinni þegar glaumurinn og gleðin standa sem hæst. Það er nú ekki aldeilis ónýtt að fá slíka karaktera á þing. Þeir hafa fullt traust Geirs. Og forustu sjálfstæðisflokksins. Framboðslisti íhaldsins hér í kjördæminu hlýtur að vera sérlega sigurstranglegur. Ég óska öllum kunningjum mínum í sjálfstæðisflokknum til hamingju. Listinn er væntanlega óskaniðurstaða. Ég hef enga trú á siðblindu. Bara kjaftæði. Hrekklaus jarðýta hefur verið gangsett á ný. Og glennt tönnin mun valta yfir pólitíska andstæðinga. Á degi sem nóttu. Og á nóttunni með fulltendruð gáfnaljósin. Ja hérna hér eins og þeir segja í útvarpinu.
Kári er enn í ham. Svona hæfilegum. Leikur bara svolítið á vindhörpuna. Og enga Stórhöfðamúsik. Bærinn að vakna og fólk fer að halda til starfa sinna. Hösmagi sáttur og að sjálfsögðu alltaf jafn ljúfur og góður. Krúttin mín kær. Bestu óskir um friðsælan dag, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hjá sumum er það þannig að afbrotin gera þá bara enn betri en áður.Sjálfstæðismenn hér í kjördæminu eru þessu sammála.Þessvegna verður þessi bráðgáfaði spiklimur aftur settur í að stjórna okkur sauðunum.
 
Ég veit bara ekki hvað ég á að segja...
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online