Sunday, October 01, 2006

 

Söðullinn.

Stundum hefur Hösmagi kvartað yfir að fá ekki komment á bloggið sitt. Sú nýlunda gerðist í morgun er ég leit á síðasta pistil að þeir fóstbræður, yngri sonurinn og nafni minn, skrifa báðir stór innslög. Það er auðvitað mikið ánægjuefni. Tók þó þann kostinn að skrifa nýjan pistil. Og það er líka gott að heyra að þeir ætla ekki að kjósa núverandi stjórnarflokka í komandi kosningum. Ég er þeim sammála um margt sem þeir segja. Ósammála um annað. Lífið væri líka leiðinlegt ef við værum ætið sammála um hlutina. Ég hef áður sagt það hér að ég mat Ingibjörgu Sólrúnu afar mikils á árum áður. Hún felldi íhaldsmeirihlutann í Reykjavík 1994. Hennar hlutur var þar langstærstur. Það verður aldrei frá henni tekið. Þessvegna fannst mér enn verra er hún gekk á bak orða sinna og fór í þingframboð fyrir Sf. 2003. Þegar konur sitja í háum söðli verður fallið hærra þegar þær detta af baki. Og það er eins og henni hafi fatast flugið. Í pólitískri umræðu dagsins. Sumt bara mjög vandræðalegt.Það hefur heldur aldrei flökrað að mér að Vinstri grænir séu hafnir yfir gagnrýni. Því fer víðsfjarri. Það eru einkennilegar fuglar í öllum flokkum. Kannski er stuðningur minn við þá aðallega byggður á nokkuð hreinni samvisku þeirra í umhverfismálum. Og meiri trúverðugleika þeirra í baráttu fyrir jafnrétti. Það er ömurlegt í öllum hagvextinum hér að skipting lífsgæðanna skuli þróast með þeim hætti sem orðið hefur.
Ég get líka tekið undir nauðsyn þess að fá umbótasinnaða vinstri stjórn. En ég vona að nafni minn verði ekki fenginn til að úthluta ráðuneytunum. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef einn flokkurinn á að ganga handjárnaður að samningaborðinu. Og hvaða " gamaldags sósíalisma" er hann að tala um? Vonandi ekki sósíalisma andskotans.Það eru ennfremur ný tíðindi fyrir mér að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi " samþykkt" Persaflóastríðið 1990. Og þar með nafni hans líka. Það er bara einföld sögufölsun að halda því fram að núverandi formaður VG beri einhverja ábyrgð á því stríði. Kannski ætlunin að jafna honum við þá Davíð og Draugsa. Þá staðföstu skoðanabræður.
Annars allt ágætt í dag. Sól hátt á lofti um þetta leyti. Hösmagi stálhress og nokkuð kátur með tilveruna. Bestu kveðjur til þeirra fóstbræðra og allra hinna líka, ykkar Hösmagi, horfandi fram á veginn.

Comments:
Alltaf gaman að smá debatti. Sammála langflestu í pistlinum þínum (nema auðvitað þeim atriðum þar sem þú lýsir þig ósammála mér, eins og gengur).
Ríkisstjórn Steingr. Hermannssonar lýsti nú samt yfir stuðningi við Persaflóastríðið fyrra og í þeirri stjórn sat Steingr. J. Sigfússon og getur þar með ekki firrt sig ábyrgð á þeirri ákvörðun. Þessu má vafalaust fletta upp í ýmsum gagnasöfnum og er t.d. rifjað upp í 3. bindi ævisögu Denna eftir Dag B. Ekki meira fals en það, sem sagt. Þetta er nú svosem kannski hálfgerður tittlingaskítur í dag en sýnir nú samt að pólitíkusar segja oft eitt í stjórnarandstöðu en gera síðan annað í stjórn.
Bestu kveðjur annars til Selfoss frá danska kratanum með von um að ,,svarti hundurinn" hans Churchills sé orðinn víðs fjarri Hösmaga um þessar mundir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online