Saturday, October 21, 2006

 

Sannleikur eða....

lýgi. Ögmundur Jónasson skrifaði grein á Vísi.is í vikunni. Hann telur að þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson eigi að biðja Svavar Gestsson afsökunar. Mér finnst nú að það orki tvímælis. Eigum við að treysta helbláum karakterum á borð við Þór Whitehead og Róbert Trausta Árnason? Heimildir Ögmundar um persónunjósnir um Svafar eru byggðar á þessum 2 mönnum. Nú ætla ég ekki að sýkna þá Jón og Steingrím. Þeir tilheyrðu báðir " lýðræðisflokkunum þremur". Jón Baldvin hefur mótmælt þessu harðlega. En rök yfirsagnfræðings íhaldsins eru að sjálfsögðu skotheld sem fyrr. Það er sem sagt samkvæmt "eðli máls" að fyrirskipun hafi verði gefin um rannsókn á Svavari. Og svo liggur það einfaldlega " í augum uppi". Auðvitað vilja íhaldsmenn klína njósnum á aðra líka. Og kannski með réttu. En úr því Jón B. vísar þessu á bug væri rökrétt að hann léti þessa menn sanna orð sín fyrir dómstólum landsins.Íhaldið reynir að verja sig. Það er svo sem ekki nema mannlegt. Geir segir þetta allt vera árás á Sjálfstæðisflokkinn. Líkt og með framsókn. Högg fyrir neðan beltisstað. Pólitískir andstæðingar að koma höggi á flokkinn. Þyrla upp pólitísku moldvirði. Öll viðbrögð íhaldsins við þessari njósnaumræðu eru á sama veg. Segjast vilja upplýsa allt en reyna um leið að koma í veg fyrir það. Síðast í gær sagði nátttröllið að norska leiðin hefði verið farin við við allt aðrar aðstæður. Af hverju má ekki skipa óháða þingnefnd til að fá sannleikann allan uppá yfirborðið? Svarið er reyndar ofureinfalt. Sjálfstæðismenn óttast slíka rannsókn. Þeir vita uppá sig skömmina og kæra sig ekki um að þessi mál verði krufin til mergjar. Það mun þó verða gert um síðir. Þegar búið verður að koma þessum mönnum frá völdum. Allt er þetta með ólíkindum. Endurspeglar vel hverskonar lið stjórnar Íslandi um þessar mundir. Og hefur gert allt of lengi. Rekum þessa andskota af höndum okkar þann 12. maí n.k.

Veturinn heilsaði okkur með fallegu veðri í gær. Sama staðviðrið enn og verður áfram samkvæmt veðurspámönnum. Þó heldur kólnandi. Óðalsskoðun framundan í dag. Kannski verður Hösmagi orðinn Landlord á morgun? Það er bara hin ljúfasta tilhugsun. En við skulum vera alveg slök og halda áfram að tátla hrosshárið okkar. Krúttkveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online