Monday, October 09, 2006

 

Álfgerður.

Ég hef stundum kallað núverandi utanríkisráðherra Álgerði. Álfgerður væri kannski réttara núna. Ég horfði á viðtal við hana í sjónvarpinu á föstudaginn. Út af rússneskum sprengjuflugvélum sem voru að sniglast hér í nágrenninu. Og ráðherrann álelskandi var alveg eins og álfur út úr hól. Vissi ekkert nema einhver hafði líklega hringt í vitlaust númer. Hver það var eða út af hverju vissi hún ekki. Og ekki ég heldur. Þetta var svona álíka og viðtalið um skýrslu Gríms Björnssonar á dögunum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig nokkur þjóð getur notast við svona lið í æðstu embætti. Sýnir betur en allt annað hversu brýn nauðsyn er að skipta um ríkisstjórn. Hver ráðherrann um annan þveran er í sínum eigin draumaheimi. Þegar bent er á aukið misrétti í þjóðfélaginu svara þeir allir að kaupmáttur hafi aukist svo og svo mikið. Og venjuleg rök hrína ekki á þeim. Valdþreytan er öllum augljós nema þeim sjálfum. Við skulum veita þeim hvíldina á komandi vordögum.
Enn er haustblíða hér. Svolítil væta. Ekki varð af ferð í Laugarnar enda dimmt yfir þar sem spáin rættist ekki. Róleg helgi. Tiltektir í bílskúrnum. Pestarsýkillinn á hröðu undanhaldi og Hösmagi eldhress að morgni dags. Ný vinnuvika að byrja og allt með svona nokkurnveginn kyrrum kjörum. Skáldið átti afmæli á laugardaginn og fær bestu árnaðaróskir. Kveðjur með skímunni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online