Thursday, October 19, 2006

 

Hvalur framundan.

Nú er gamli Hvalur 9 kominn á siglingu aftur. Í mínum huga er enginn vafi á að við höfum fullan rétt til að veiða hval. En það er að sjálfsögðu spurning hvort við eigum að nota þann rétt. Jónína frambærilega hefur efasemdir. Samt segir sjávarútvegsráðherra að ríksstjórnin sé samstíga. Þó allir sjái að svo er ekki. Bretar og Kanar arfavitlausir. Og fleiri reyndar. Kanarnir segja hvalinn á lista sínum yfir dýr í útrýmingarhættu. Held þeir ættu nú að bæta írösku þjóðinni á þennan lista sinn. Sjálfir eru þeir mestu umhverfissóðar í veröldinni en telja sig þess umkomna að segja öðrum fyrir verkum. Enda þrástagast ráðamenn bandarísku þjóðarinnar á því hvað hún sé mikil og merkileg. Undirritaður var sólginn í súran hval í gamla daga. Og steikin var sérlega ljúffeng líka. Það þurfti bara að handera kjötið á réttan hátt. En ég get að mörgu leyti tekið undir það að veiðarnar orka tvímælis.Kannski eiga vinir okkar eftir að refsa okkur harðlega. Það kemur í ljós.
Ég átti ágæta stund með skáldinu í gær. Skruppum að skoða óðul í Grímsnesinu. Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Fengum okkur svo snarl og hleyptum Raikonen úr prísundinni heima. Eihvernveginn var Hösmagi hálfdasaður í gærkvöldi og sofnaði enn fyrr en venjulega. Róleg helgi framundan og ég býst við að halda mig heimavið. Norðangjólan þrálát og ekkert nýtt í veðurkortunum. En við þurfum ekki að kvarta. Fyrsti vetrardagur á morgun og útlit fyrir bjart og þokkalegt veður. Og kannski verðum við skáldið orðnir óðalsbændur fyrr en varir? Kimi kominn inn aftur og hringar sig við lappir mínar. Kveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online