Monday, October 09, 2006

 

Fortíðin.

Það hefur stundum verið sagt að menn skuli ekki velta sér upp úr fortíðinni heldur horfa til framtíðar. Margt til í því. En það verður stundum að rifja upp óþægilegar staðreyndir. Einn af svörtu blettum kalda stríðsins hér á landi eru persónunjósnirnar sem íhaldið og fylgifiskar þess stunduðu um pólitíska andstæðinga sína. Nú segir dómsmálaráðherrann að láta eigi sagnfræðinga um þetta tímabil. Líklega helst sagnfræðinga íhaldsins sem blanda sífellt saman fræðimennsku og eigin póltískri sannfæringu. Auðvitað á að leggja þessi spil á borðið fyrir okkur öll. Einn helsti sagnfræðingur íhaldsins hefur haldið því fram að hér hafi verið vopnaður her manna sem hafi fengið þjálfun hjá Stalín og félögum austur í Sovéti. Tilbúinn til óhæfuverka. Hann hefur þó ekki lagt fram eitt eða neitt þessu til sönnunar. Allt er þetta nú ekki mjög stórmannlegt. Við eigum sem sé ekki að tala um helförina, gúlagið eða annað sem tilheyrir fortíðinni heldur horfa til framtíðar. Við skulum horfa til framtíðar. En við skulum líka fá það upp á borðið hvernig njósnað var um samborgara okkar. Jafnvel þó einn njósnarinn væri náinn núverandi dómsmálaráðherra. Þetta fólk hafði það eitt til saka unnið að vera ekki sammála yfirvöldunum í pólitík. Keypti ekki allt hrátt frá kananum. Og vildi alls ekki sleikja á honum afturendann eins og þessir "þjóðhollu" njósnarar. Og nú er Björn Bjarnason að stofna greiningardeild í lögreglunni. Að tillögu ríkislögreglustjórans. Tilgangurinn er auðvitað sá sami og áður. Njósnir um náungann. Skrásetning á þessum óþjóðholla glæpalýð. Lýð sem á sömu lög skilið og fangar kananna á Kúbu. Algjörlega réttlaus úrhrök. Því miður er enn fullt af fólki sem telur þetta ofureðlilegt. Meðan svo er skulum við ekki þegja um fortíðana. Leiðum sannleikann fram í dagsljósið. Sannleikann um persónunjósnirnar og mannréttindabrotin sem leynilögregla íhaldsins hér stundaði á saklausu fólki. Kannski tekst það ekki fyrr en við höfum skipt um ríkisstjórn í þessu landi. Drífum í því og kjósum okkur nýja þann 12. maí á næsta ári.

Enn er þessi rjómahaustblíða hér. Við Kimi óhemjuhressir í morgunsárið. Báðir búnir að viðra okkur í blankalogni. Og nokkuð ánægðir og sáttir innbyrðis sem fyrr. Með kveðjum úr kyrrðinni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hjartanlega sammála þér, nafni. Ert þú annars síðasti blogg-móhíkaninn á Íslandi þessa dagana? Allir að farast úr leti við þessa iðju en þú stendur þig sem fyrr. Meira af svo góðu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online