Sunday, October 15, 2006

 

Enn af njósnum.

Geir hefur talað. Hann var jafnvel með stærri skeifu í gær en vanalega. Það er auðvitað hreinasti óþarfi að láta óháða rannsóknarnefnd skoða hvernig leyniþjónusta íhaldsins njósnaði um fólk sem var því ekki þóknanlegt. Það mátti helst skilja á ráðherranum að nú skipti mestu að komast að því hvaða kommúnistar fengu rúblur frá vinum sínum í Sovét. Það væri svo sem fróðlegt og ágætt. Jagland hinni norski var hér fyrir nokkrum dögum og skýrði út hvernig norðmenn hreinsuðu hið eitraða andrúmsloft sem ríkti í Noregi vegna persónunjósna þarlendra stjórnvalda í kalda stíðinu. En þetta má alls ekki gera hér. Það gæti hugsanlega svert minningu manna sem íhaldið hefur á dýrlingaskrá sinni. Sennilega fæst enginn botn í þetta fyrr en búið er að koma ríkisstjórninni frá völdum. Við eigum fullan rétt á að fá þessa hluti á hreint. Í öðru orðinu segja ráðamenn að allt verði lagt á borðið. Í hinu segja þeir að horfa eigi til framtíðar en ekki velta sér upp úr fortíðinni. Allt er þetta á sömu bókina lært. Losum okkur við þetta lið í maí á næsta ári. Hringjum ekki í vitlaust númer eins og álfar út úr hól. Þekkir einhver einhvern sem telur Valgerði vera rétta manneskju á réttum stað? Eða Sturlu og alla hina ? Ég spyr nú bara si sona. Og heldur einhver að hinn nýi formaður í litla flokknum muni gera einhver kraftaverk. Svona eins og María mey í Mexícó ? Hann mun einungis halda áfram að baka sömu lummuna og mæra drauginn sem réði hann í núverandi starf. Það er engin von um breytingar til batnaðar í íslensku þjóðfélagi ef þetta lið verður áfram við stjórnvölinn. Gefum þeim frí. Ykkar Hösmagi, hundleiður á framsóknaríhaldinu.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online