Thursday, October 12, 2006

 

Draugagangur.

Þeir eru fleiri draugarnir en Dóri Móri. Nú eru þau frú Álgerður og herra Skeifugeir í sendiför í Ameríku. Hjá þjóðinni miklu. Á þriðjudaginn var áttu þau að hitta frú Rice kl. 16. En frúin gleymdi þeim. Eða mátti ekki vera að að hitta þau. Burns varð að duga. Það er auðvitað hægt að sleikja sig upp við hann líka. Svo sá frúin að sér og kyssti báða þessa biðla. Og einhversstaðar var Donald Rumsfeld þarna líka. Þessi gamla afturganga. Arfurinn frá Nixon. Yfirfangavörður í Guantanamo. Þar sem lýðræði drauganna ræður ríkjum. Þar sem saklaust fólk er pyntað og svívirt af því yfirfangavörðurinn segir að það séu réttlaus úrhrök. Þetta er nú liðið sem forystumenn okkar brosa svo blítt til. Það er nú aldeilis reisn yfir þessu. Verst að þau skötuhjúin fengu ekki að hitta Bush sjálfan. Snillinginn með ofurheilann. Bara 665.000 dauðir í Írak. Allt hryðjuverkamenn að sjálfsögðu. Þeir eru vonandi jafn staðfastir enn þeir Davíð og Draugsi. Hvað eru líka 3% þjóðar? Svona eins og 9-10 þúsund manns hér. Og ekki einu sinni kristnir menn. Bara rusl sem engu skiptir. Það er því miður ekki mikil von til að neittt breytist meðan þessir heiðursmenn stjórna. Við skulum vinna að því öllum árum í vetur að koma þessari ríkisstjórn fyrir kattarnef. Taka upp nýja stefnu. Í utanríkismálum og öllum þjóðþrifamálunum hér innanlands. Láta af undirlægjuhættinum, flaðrinu og sleikjuganginum við gömlu afturgöngurnar.Taka upp stefnu sem við getum verið stolt af sem sjálfstæð þjóð. Hætta að leika af okkur drottningunni í hverri skákinni á fætur annari. Þá verður miklu betra og skemmtilegra að vera íslendingur.

Hitinn komst í tæp 14 stig í gær. Og hér er hið ljúfasta veður í dag. Föstudaginn 13. Mér líkar vel við föstudaga. Og töluna 13. En mér er illa við drauga og afturgöngur. Við skulum kveða þau niður.
Ykkar einlægur Hösmagi.

Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online