Thursday, October 26, 2006

 

Agúrkur.

Það er gúrkutíð hér. Eða svo gott sem. Myrkrið er alveg kolsvart. Og blautt. Hitastigið 5 gráður og á uppleið. Snjórinn farinn. Og á sama hátt og gamli sýslumaðurinn vildi hafa það. Sá sem setti hann niður tók hann upp aftur. Ég fór í landkönnun á þriðjudaginn eftir handlagningu afsalsins. Las mér ber á landinu í 3ja stiga frosti. Fór að dæmi páfans og mynntist við jörðina. Ók svo glaður til míns heima. Tuttugu kílómetrar nákvæmlega milli fyrirheitna landsins og brúarsporðsins á Ölfusárbrú. Það er nú ekki langur vegur. Malbikaður, og sjálfrennireiðin með 330 hestöfl. Kannski kemur púðinn undir húsið strax í haust. Ætla að kanna kostnaðarhliðina um helgina. Kannski er þetta svolítið skondið nafn, púði. Alltaf haldið að púðar ættu að vera mjúkir. Enn þessi púði á að sjálfsögðu að vera harður eins og Kruppstál. Þjöppuð grús undir sökkulinn. Ætla líka að athuga með teikningar um helgina. Það væri ljúft að hafa útsýniskvist á svefnloftinu. Þar verður gott að sitja á síðkvöldum og fylgjast með sólarlaginu. Hösmagi er sem sagt í draumalandinu nú þegar. Hvað værum við líka ef við ættum okkur enga drauma? Engar vonir eða þrár?Þá væri bara ekkert gaman að þessu vafstri öllu. Og fyrstu hríslunni verður plantað þann 27. apríl 2007. Sú athöfn verður helguð frænda mínum sæla, Gunnari Freysteinssyni, skógfræðingi. Líklega við hæfi að það verði íslenskt birki. Og Búrfell verður líka klifið á vordögum. Herconinn á bakinu. Frí veiði í vatninu sem er nánast beint upp af verðandi óðalssetri. Þó Hösmagi sé nú upptekinn af draumum sínum um landið nýja, skáldahöll og kærleikskot, þá er hann enn við sama heygarðinn ef veiði er annarsvegar. Allt er þetta bara harla gott. Bestu kveðjur frá okkur Kimi og sérstakar til fóstbræðranna sem kommenteruðu á síðasta pistil, ykkar Hösmagi, hress sem fyrr.

Comments:
Ég þakka kveðjuna, um leið og ég verð þess áskynja að Hösmagi flýgur nú á skýi mikilla drauma! Jahérna!
 
Kveðjur frá hinum fóstbróðurnum af Svarta demantinum glæsilega á Slotshólmanum í Kaupinhafn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online