Wednesday, September 20, 2006

 

Þögnin.

Sæl á ný. Það var nú ólíklegt að Hösmagi gæti þagað endalaust. En honum finnst sjálfum mjög gott að hlusta á þögnina eina annað slagið. En það er auðvitað alltaf sama sagan. Ef maður þegir of lengi byrja sumir að kvarta. Það er nátturlega mjög ljúft út af fyrir sig. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég var að tala um krossgötur um daginn. Og svartar þokur er sigldu yfir ský. Og að mikilvægt væri að taka rétta kúrsinn er á krossgötur kæmi. Þessar krossgötur voru þú lúmskari en aðrar. Undirritaður villtist sem sé og varð að berjast við forynjur. Honum tókst að snúa þær niður hverja af annari og er nú komin á sömu götur á ný. Svörtu skýin horfin að sinni. Og jafnvel sér til sólar á milli. Allavega er Hösmagi byrjaður að brosa aftur. Gera að gamni sínu jafnvel. Kaldhæðnin hugsanlega á leiðinni líka. Þá hætta sennilega sumir að kvarta. Læt nægja að sinni. En framsóknarmenn og aðrir sem héldu að þessi eiturtunga væri þögnuð munu verða fyrir vonbrigðum. Því lofa ég. Ykkar Hösmagi, eftir normalbrauð með spæjó.

Comments:
Gott að sólin er farin að skína á ný hjá þér. Bestu kveðjur frá Köben.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online