Sunday, September 24, 2006

 

Fugl sorganna.

Einhver sagði einhverntíma að þó fugl sorganna fljúgi yfir höfuð þér sé óþarfi að leyfa honum að byggja hreiður þar. Það sama gildir um fugl depurðarinnar, sem stundum flögrar hjá. Mér finnst þetta nú nokkuð spaklegt. Og enn eru lægðir og hæðir á ferðinni. Bæði veðurfarslega og í óeiginlegri merkingu. Þessi endalausa bylgjuhreyfing. Sumir ætla þó að það séu bara hæðir. En þeir munu sannfærast að lokum. Við komumst ekki undan því.
Ég var að horfa á fréttir af kjördæmisþingi litla feluflokksins í gærkvöldi. Véfréttin frá Bifröst hvatti fólk til að standa saman. Spilaði líka litlu plötuna um þjóðlegheitin og nauðsynina á að litli flokkurinn yrði til áfram. En það hlustuðu ekki allir. Til stóð að setja upp framboðslista með sama klíkuhættinum og áður. En þá fóru hirðar Kristins Gunnarssonar á stjá. Voguðu sér að stinga uppá að skráðir flokksfélagar fengju allir að hafa áfhrif. Og það verður niðurstaðan. Það mun allt loga í illdeilum undir niðri í þessu litla flokki. Áfram eins og verið hefur. Uppdráttarsýkin verður ekki læknuð með þeim aðferðum sem notaðar eru. Það er löngu búið að taka gröfina.
Gott haustveður þessa helgina. Hösmagi hefur verið að dunda sér. Þreif allan bílaflotann í gær. Logn, sól og sæmilega hlýtt svona miðað við september. Krossgöturnar eru enn á sínum stað. Ætla að vera þar enn um sinn og sjá hvað verður. Óvissuástand er alltaf slæmt. Þegar rósemi hugans nær yfirtökunum á ný munu hlutirnir leysast af sjálfu sér. Ég þakka danska nafna góða kveðju. Meira síðar, ykkar Hösmagi.

Comments:
Bið líka að heilsa, sjaldséður netfuglinn sem ég er.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online