Wednesday, September 27, 2006

 

Flís í auga.

Flestir kannast við máltækið um þann sem sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga. Þetta kemur sennilega aldrei skýrar í ljós en þar sem loft er lævi blandið og menn eru að fara á taugum. Hösmagi hefur oft talað um rólyndi hugans í þessum pistlum. Hvað það sé mikilvægt. Ef það er ekki til staðar fylgir því ónotakennd og vanlíðan. Og hættan sem liggur í leyni undir þeim kringumstæðum er sú, að menn hætti að hugsa rökrétt. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Það er til dæmis að hluta til skýringin á að Hösmagi villtist á krössgötunum á dögunum. Sem betur fer komst hann af villigötunum í tæka tíð. Hugsar nú ráð sitt að nýju og gefur því tíma enn um sinn. Hefur lengi haft ákveðið lífsmottó sem ætið hefur komið sér vel ef eitthvað bjátar á. Þraukaðu, og þú munt sigra. Haltu ró þinni og vandamálin leysast.
Hér er enn haustblíða. Við Raikonen snemma á fótum sem oftast áður. Það hljóp einhver lurða í undirritaðan eftir vinnu í gær. Skárri nú og ætla að lufsast til starfa á eftir. Október að nálgast og síðustu dátarnir í Keflavík eru á heimleið. Það eru út af fyrir sig merkileg tíðindi. Kveðjur til ykkar allra, ykkar Hösmagi.

Comments:
Nú er rétti tími tangavatnsferða að renna upp. Einróma blíða yfir landstindum í austri. Lómur sveimar yfir berglækjum. Jónas Hallgrímsson gengur aftur í hrauninu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online