Friday, September 01, 2006

 

Alvarleg augu.

Geir Hallgrímsson hinn sæli leit oft alvarlegum augum á hlutina. Það gera þau utanríkisráðherrann og litla gamalmennið einnig. Viðtal við bæði í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Viðbrögð þeirra og annara sem ábyrgð bera á Kárahnjúkasvindlinu eru með ólíkindum. Það er auðvitað mannlegt að verja eigin gerðir. Valgerður neitaði að rökræða málið við formann vinstri grænna. Útvarpsstjóri hefur staðfest það. Viðtalið var því ekkert viðtal. Bara eintal. Og ráðherrann notaði tækifærið í leiðinni til að ná sér niðri á Steingrími og öðrum sem andæfa ólýðræðislegum vinnubrögðum. Og svo ber hún enga ábyrgð því það voru bara undirsátar í ráðuneytinu sem ákváðu hvað menn fengju að vita og hvað ekki.Íslendingum er ekki alls varnað í pólitískum efnum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er VG með nærri tvöfalt fylgi flokks þeirra Valgerðar og gamalmennisins. Ég vona að þetta mál verði í brennidepli áfram. Smátt og smátt mun fólk átta sig á hvað gerst hefur. Og nú hefur útreikningurinn sýnt að arðsemin hefur minnkað um 33%. Og því miður eiga enn verri staðreyndir eftir að koma í ljós. Þingmenn vinstri grænna bera enga ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun. Það gera allir þingmenn stjórnarflokkanna og meirihluti þingmanna samfylkingar. Ömurlegt var að sjá viðtalið við einn þeirra í sjónvarpinu. Þetta var einn af gömlu krötunum úr Alþýðubandalaginu sáluga. Hann studdi virkjunarfrumvarpið og sagðist mundu hafa stutt það þó hann hefði haft upplýsingarnar úr skýrslu Gríms Björnssonar. Við skulum íhuga vandlega hvernig við verjum atkvæðinu í næstu þingkosningum. Og við skulum líka hugleiða vel skilgreiningar sumra manna á lýðræðinu. T.d. Þorsteins Pálssonar, fyrrum þingmanns sunnlendinga. Þjóðin kýs Alþingi og Alþingi kýs stjórn landsvirkjunar. Þessvegna er vilji landsvirkjunar að sjálfsögðu vilji þjóðarinnar. Ég er farinn að halda að þingræðið sé hreinlega mjög ólýðræðislegt. Það getur margt breyst á 4 árum. Líka á einu ári eða nokkrum mánuðum. Rangar, skaðlegar og mjög ólýðræðislegar ákvarðanir eru teknar með þeim rökum að þjóðin hafi kosið Alþingi til þessara verka. Verka, sem enginn hafði grun um að upp kæmu. Ég er ekki að efast um lagalegan rétt. En siðferði margra stjórnmálamanna er nú bágborið svo ekki sé meira sagt. Það er að sannast á hverjum degi um þessar mundir.

Haustlegt að verða. Síðasti veiðidagur á morgun. Og ef til vill kaflaskil á öðrum sviðum hjá Hösmaga. Tíminn sker fljótlega úr því. Hann mun hugsa ráð sitt næstu daga. Stundum erum við á krossgötum. Þá er nauðsynlegt að staldra við og átta sig á hvert halda skal. Og mikilvægast af öllu er að halda ró sinni svo við töpum ekki áttunum. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
 
Já, en almáttugur!, ekki er betra að sitja heima og kjósa ekkert.
Eða er það betra kannski. Þá ber maður enga ábyrgð á vitleysunni.

En maður vill hafa áhrif. Og það getur maður ekki gert nema kjósa.
En eru engvir vitibornir menn og eða konur ,lengur til á Íslandi?

Þá er að athuga hvort ekki sé komið að því að við fáum eitthvert gott og ráðvant fólk úti í heimi, til að ættleiða þjóðina.
Eða að fara afturábak, og grátbiðja Danadrottningu eða Noregskonung að taka við okkur aftur.

allt er betra en þessir sem eru efstir á listum flokka sinna núna.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online