Monday, August 14, 2006

 

Unglingarnir.

Nú á unga fólkið að taka við í framsókn. Sif yngist upp um helming við að fara úr ritaranum í formanninn. Þeir Guðni og Kristinn alltaf jafn síungir. Og Birkir Jón virðist hafa fæðst sem gamalmenni. Með steinbarn draugsins fyrir brjóstinu. Vilji draugsa er alveg augljós. Véfréttin verði formaður, Jónína frambærilega verði varformaður og litla viljalausa merkikertið Birkir á að skrifa söguna. Þetta verður nú aldeilis hlöðuball í lagi um næstu helgi. Hver uppskera töðugjaldanna verður mun koma í ljós síðar. Það er þó hætt við að uppdráttarsýkin haldi áfram að grassera í þessum dauðvona stjórnmálaflokki. Hvað skyldi þetta lið taka til bragðs í komandi kosningabaráttu? Það verður að sjálfsögðu breitt yfir nafn og númer eins og að undanförnu. Siglt undir fölsku flaggi. Þjóðinni lofað gulli og grænum skógi. Það mun bylja hátt í þessari galtómu tunnu. Tunnan valt og úr henni allt eins og Óli Jó sagði forðum. Það yrði þjóðinni til góðs að þessum limum fækkaði hressilega í kosningunum á næsta ári. Mun einhver sjá eftir draugnum, Álgerði og litla gamalmenninu? Ég efast um það. Eða Hjálmari hneykslaða og Magga féló? Varla. Þegar holdgervingurinn hvarf á sínum tíma úr pólitíkinni í seðlabankann sagði Sverrir Hermannsson að það jákvæða væri landhreinsunin í pólitíkinni. Líklega eitt af því fáa sem sá maður hefur satt mælt á ævinni. Undirritaður mun fá fréttirnar þegar hann kemur af hálendinu á laugardag eða sunnudag. Ég ætla að njóta öræfanna og fegurðar þeirra án hugsunar um töðugjöldin. Það er nokkuð augljóst að það verður bara ekki nokkur sæt stelpa á þessu hlöðuballi. Menn fara tómhentir heim. Engin til að gagnast þeim. Djöfulsins bömmer.

Það er að draga úr norðanáttinni. Spáin fyrir föstudag mjög góð. Hugurinn kominn hálfa leið. Skáldið mitt fjarri góðu gamni. Verður í rannsóknarleiðangri á Spáni. Koma tímar, koma stórurriðar. Sjálfur er ég að magna mig upp. Verð orðinn segulmagnaður, rafmagnaður og þrælmagnaður þegar ég kem að Ónefndavatni. Kannski það verði bara nefnt. Sigurðarsjór? Hösmagavatn? Nú verða líka gular maísbaunir meðferðis. Og ýmsar aðrar kræsingar fyrir konungana og drottningarnar. Megi lífið leika við ykkur, krúttin mín kær, ykkar Hösmagi.

Comments:
Mér líst að sjálfsögðu vel á nafnið Sigurðarsjór. Bestu kveðjur frá Kaupmhöfn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online