Monday, August 07, 2006

 

Umferðarstofa...

er ein af þessu svokölluðu ríkisstofnunum. Hana á að leggja niður strax.Og þó fyrr hefði verið. Vitagagnslaus peningasóun að halda úti öllum blaðurskjóðunum sem þarna starfa. Og þær eru margar og hafa lítið til málanna að leggja. Keyrðu ekki hratt og ekki keyra fullur. Algildar staðreyndir sem óþarfi er að þrástagast á ár eftir ár. Enda árangurinn enginn. Peningunum ætti að verja í þarfari hluti. Efla lögregluna t.d. Aðallega þjóðvegaeftirlitið. Og laga verstu slysagildrurnar á þjóðvegunum. Þar sem verstu slysin verða hvert af öðru. Auglýsingarnar frá þessari ríkisstofnun eru alþekktar. Svo ógeðslegar að engu tali tekur. Sumar reyndar verið bannaðar af þessum sökum. Og svo er það mannvirkið fyrir ofan Draugahlíðina við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni. Í einkaeign stofnunarinnar. Þar fer líktalningin fram. Upphengd bílhræ, kross fyrir talninguna svo við fáum nú öruggar fréttir af hvað margir hafa látist. Einhverjum Frökkum blöskraði þetta svo um daginn að þeir tóku til sinna ráða. Að sjálfsögðu voru þeir gómaðir og fengu kárínur fyrir tiltækið. Ég er viss um að enginn þeirra sem stendur fyrir þessum viðbjóði á um sárt að binda eftir umferðarslys. Gamla málttækið um aðgæslu í nærveru sálar á hér við. Losum okkur strax við þennan hroða. Skoðunarfyrirtækin geta séð um skráningar og eigendaskipti. Eða bankarnir t.d. Við höfum enga þörf fyrir umferðarstofu. Burt með hana strax.
Ég fór og keypti Mannlíf. 974 krónur. Og nú hef ég allt á hreinu um kraftaverk Maríu á véfréttinni. Leiðtoganum sem ef til vill slær Kim Il Jong út. Vona að þursabitið hafi ekki tekið sig upp aftur. Geymi frekari fregnir af þessu mikla kraftaverki þar til síðar. Efni í annan pistil bráðlega. Með Maríukveðjum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online