Sunday, August 20, 2006

 

Máltæki kerlingar.........

sannaðast enn og aftur í gær. Um að það sem aldrei hafi komið fyrir áður geti alltaf komið fyrir aftur. Ég hélt til fjalla á föstudaginn. Þegar ég kom inneftir var hitinn 21°á Celsíusi. Sól, logn og svolítil fluga. Það var köttur í bóli bjarnar við Sigurðarsjó. Fullt af fólki að veiða á staðnum eina. Þegar dagur var að kvöldi kominn hafði Urriðaskelfi tekist að skelfa einn smátitt til dauða. Hann var síðan mættur með fyrra fallinu að Hösmagavatni. Eftir að hafa dorgað, kastað túpu og spúnað í 12 klukkutíma án þess að einn einasti fiskur sýndi nokkurn áhuga ákvað Hösmagi að halda heimleiðis. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður en kom þó fyrir aftur. Enn Hösmagi kvaddi Veiðivötnin sáttur sem fyrr. Það eru ekki alltaf jól í þessu fremur en öðru. Sál og líkami endurnærður af dvölinni þarna. Veðrið frábært og nægur tími til að hugsa um lífið og tilveruna. Og svo urðu fagnaðarfundir þegar heim kom. Raikonen kunni sér ekki læti eftir að hafa endurheimt fóstra sinn. Undirritaður svaf svo hinum djúpa draumlausa og endurnærandi svefni til morguns. Nú bíða Vötnin næsta árs. Fiskarnir stækka en töfrarnir verða óbreyttir. Meðgangan hefst og verður ekkert erfið. Líður undrafljótt enda herðir gangrimlahjólið enn á sér. Ég ætla að geyma úttektina á litla nafnlausa flokknum. Draugnum, véfréttinni, unga gamalmenninu, Jónínu frambærilegu sem tók að lokum afstöðu til sjálfrar sín og svo litlu góðu strákunum Guðna og Kristni. Og Siv. Henni ku líka vel að hafa mótorfák milli læranna. Íklædd leðri og með flottan hjálm. Meira um allt þetta síðar, ykkar Hösmagi, slappandi af yfir morgunkaffinu.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online