Wednesday, August 02, 2006

 

Lúmsk baktería.

Hösmagi garmurinn varð að yfirgefa vinnustað sinn um hádegi í gær. Byrjaður að skjálfa á ný og þráði sæng sína heitast af öllu. Sofnaði skjótt og var meira og minna rænulaus í 16 klukkutíma. Og sá sem verður veikur á Selfossi er í vondum málum. Ekki nokkur von til þess að ná tali af lækni. Eftir að hafa beðið lengi í símanum á heilsugæslustöðina þar sem mér var lofað viðtali við hjúkku gafst ég upp. Fann gömul sýklalyf og tók sénsinn á að prófa þau. Drattaðist í vinnu eftir hádegið og er nú á hraðferð undir sæng mína aftur.Raikonen stálhress og kúrir hér í stól á móti mér. Best gæti ég trúað að þetta sé einhverskonar framsóknarveira sem er að herja á mig. Aldrei að vita nema þessir andskotar hafi skotið að mér þessari slæmu sendingu. Og ég blásaklaus. Eða það finnst mér sjálfum. Vona nú samt að mér takist að yfirvinna þetta. Enda líkaminn sjálfur yfirleitt besti læknirinn. Eins segir í vísunni, löngum var ég læknir minn, lögfræðingur.............. En það er sama sagan og áður ef ég fæ pest. Hef nú ekkert étið í 2 sólarhringa og langar ekki í neitt.
Veðrið hér er nú þokkalegt. Rigningin á leiðinni og henni spáð fram á sunnudag. Sölvi, Helga og vinir á leið í Veiðivötn á sunnudaginn. Fá líklega bara ágætt veður og vargurinn á undanhaldi eftir því sem á líður.
Ég er ekki á því að leggjast í sút yfir þessari djöfuls bakteríu. Kveð hana niður brátt og held áfram að agnúast út í framsókn. Tvíefldur þegar ég rís upp á ný. Bestu kveðjur krúttin mín öll, ykkar Hösmagi.

Comments:
Batakveðjur frá meðstjórnanda, Stungufýsir
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online