Monday, August 28, 2006

 

Hrekkjusvín.

Ljótu hrekkjusvínin þeir Ögmundur og Steingrímur. Össur, Árni náttúra og ýmsir aðrir. Véfréttin segir það illa gert að benda á óþægilegar staðreyndir. Og hún er sammála Álgerði að það hefði verið þingmönnum ofviða að lesa þessa 3ja blaðsíðna skýrslu Gríms Björnssonar. Hvað er inní hausnum á þessu liði. Álheili? Það er með ólíkindum hvernig Valgerður Sverrisdóttir bregst við þegar menn benda á afglöp hennar. Og hinn nýi formaður tekur undir og segir að hann hefði líka haft rangt við í hennar sporum. Af hverju mátti þingheimur ekki fá þessar upplýsingar? Það er einfaldlega af því að sumir þurfa alltaf að hafa rangt við þegar spilað er. En þessir aumingjar eru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls næstu vikurnar. Og ekki síst vegna þess að þingkosningar nálgast. Það verður auðvitað prófsteinn á pólitískan þroska íslendinga hvernig þar kosningar fara. Ekkert breyttist við flokksþingið mikla um daginn þar sem allir sigruðu þó þeir töpuðu. Nýi formaðurinn málaði sig út í horn með hraða eldingarinnar. Hafi menn haldið að nýtt blóð færi að renna um æðar þessa útbrunna flokks þá verða þeir hinir sömu fyrir vonbrigðum. Siðferði draugsins og Álgerðar er enn í forsæti í litla flokknum. Og það eru litlar líkur á bata. Tilgangurinn mun áfram helga meðalið. Manni verður hreinlega illt af þessu.

Það hefur aðeins kólnað og september nálgast.Norðangola og bjart yfir. Hösmagi nokkuð hress eftir afslöppun helgarinnar. Letin réði ríkjum. Það er ágætt svona inná milli. Áin orðin hrein og falleg aftur en líklega fáir fiskar í henni. Það er þó lengi von á einum eins og sagt er. Einn dagur eftir hjá undirrituðum. Svo verður ef til vill farin haustferð í Landmannalaugar og vötnin þar í kring athuguð. Það væri nú ekki amalegt í septemberblíðu þegar landið skartar haustlitunum. Krúttkveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online