Friday, August 25, 2006

 

Gúrkutíð.

Oft er talað um gúrkutíð þegar lítið er fréttnæmt. Finnst það oft vera þannig á þessum árstíma. En það er það kannski alls ekki. Farsinn um skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings er nú engin gúrka. Litla gamalmennið Birkir Jón hefur boðað til fundar í iðnaðarnefnd Alþingis. Það var með Ögmundi í kastljósinu í gærkvöldi. Og það sem segir í þessari skýrslu skiptir að sjálfsögðu engu máli. Litla gamalmennið trúir því að þarna sé allt í lagi. Hann trúir útsendurum Landsvirkjunar. Og forsætisráðherrann trúir ekki að neinu hafi verið haldið leyndu fyrir Alþingi.Eitt er þó óumdeilanleg staðreynd. Það var Alþingi sem tók ákvörðun um virkjunina við Kárahnjúka. Áður en þessi ákvörðun var tekin lágu upplýsingar Gríms fyrir. Þeim var haldið leyndum fyrir þinginu. Álgerður hafði þessar upplýsingar. Hún þagði að sjálfsögðu. Auðvitað er þetta eitt alsherjarreginhneyksli. Þeir sem bera ábyrgð á þessu ættu að taka pokann sinn strax. En siðferðismat sumra stjórnmálamanna hér er nú ekki uppá marga fiska. Álgerður mun halda áfram að leika sér í útlöndum á okkar kostnað. Og litla gamalmennið, fulltrúi viskunnar í framsóknarflokknum, mun aldrei skilja þetta. Gamla mottóið að skjóta fyrst og spyrja svo er í fullu gildi. Ef sannleikur er óþægilegur verður að halda honum leyndum. Og hálfur milljarður er bara skítur. Það á eftir að fylla Hálslón. Enginn veit enn hvað gerast kann. En það er deginum ljósara að ákveðnir stjórnmálamenn gerðu í buxur sínar. Fnykurinn af þessu hneyksli sannar það. Það er rétt hjá Ögmundi Jónassyni að þessu máli lýkur ekki með einum fundi í iðnaðanefnd með litla gamalmennið við stjórnvölinn. Og málið snýst ekki um hvort menn voru á móti þessari virkjun eða meðmæltir henni. Ef menn sjá ekki hversu alvarlegt er að halda þessum upplýsingum leyndum þá eru þeir staurblindir. Þetta minnir á þjóðníðinginn. Mengaða vatnið. Eitt eftirminnilegasta útvarpsleikritið frá því í gamla daga. Það er því miður enn lítil von til þess að menn verði gerðir ábyrgir gerða sinna. Siðferðisþrek stjórnmálamanna á borð við Álgerði er alþekkt. Og erfingjarnir, litla gamalmennið og fleiri, eru á sama fleyinu. Svart er hvítt og hvítt svart eftir þörfum. Með kveðjum úr kyrrðinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online