Sunday, August 13, 2006

 

Fidel.

Castró er áttræður í dag. Ég sendi honum mínar bestu óskir. Um bata og langlífi.Ég er nú reyndar ekki með þennan mann á heilanum eins og sumir aðrir. Fylgst með honum úr fjarlægð frá því ég var 15 ára. Hann er auðvitað ekki yfir gagnrýni hafinn. En hann hefur gert margt gott fyrir þjóð sína. Kanasleikjunum er illa við hann. Það eru bara meðmæli í mínum augum. Ég er að hugsa um að heimsækja Kúbu í náinni framtíð. Nóg um Castró að sinni.
Komin rigning hér enn og aftur. Leggst nú til bæna og bið um gott veður um næstu helgi. Veiðivötnin bíða. Síðasta vika var besta veiðivika á þessum árstíma í mörg ár. Og stærsti fiskurinn úr Ónefndavatni 9 pund. Þeir eru þar örugglega fleiri á svipuðu reki. Hef trú á næstu helgi. Það verða nú líklega lokin eða um það bil á gjöfulli vertíð. Þá byrjar bara 9 mánaða meðganga á ný. Sami niður tímans tekur við. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online