Tuesday, July 04, 2006

 

Véfréttin.

Hinn nýi erfðaprins Dóra litla hefur talað. Véfréttin frá Bifröst. Stóriðjustefna framsóknarflokksins var slegin af fyrir þremur árum. Þegar Álgerður skrifaði undir viljayfirlýsinguna við Alcoa fyrir rétt rúmum 4 mánuðum hefur það líklega verið um að virkja miguna úr henni sjálfri. Þetta er allt með ólíkindum. Erfðaprinsinn, sem er reyndar eldri en Dóri, ætlar að hafa sama háttinn á. Nú á bara að breiða yfir stóriðjuæðið af því að kosningar eru á næsta ári. Sigla undir fölsku flaggi og breitt yfir nafn og númer fleytunnar. Árangur vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum og útkoman í skoðanakönnunum er fyrst og fremst að þakka andófi gegn þessari helstefnu gagnvart náttúrinni. Og við megum alls ekki fá að vita verðið á raforkunni. Það er svo smánarlegt að það má ekki segja frá því. Og rök forstjóra landsvirkjunar eru þau að það skemmi samningsstöðu okkar gagnvart nýjum álherrum framtíðarinnar. Þetta eru hræddir menn á flótta. Landsvirkjun er í almannaeigu. Við eigum fullan rétt á að vita allt um raforkuverðið. Almenningi blæðir vegna skammsýni og undirlægjuháttar þessara aumingja. Það er ekki bjart ljósið frá týrunni á þeim. Fimmtán kerta peran skín skært í samanburðinum. Og ljós nýja vitringsins frá Bifröst er ekki skárra. Það sýndu yfirlýsingar hans frá því í gær. Vonandi tekst honum ekki að blekkja marga til fylgilags. Valdasýkin er sú sama og áður. Og nýi foringinn, útblásinn af mannviti, ætlar að gegna skyldum sínum. Hlýðir harakirimanninum út í ystu æsar. Ég segi nú bara að lengi getur vont versnað.

Nú hefur stytt upp eftir mikla rigningu. Bjartar horfur með veiðiveður á morgun og hinn daginn. Hyggst rótonum upp. Enda útblásinn af veiðivonum. Ætla að gegna skyldum mínum. Standa við heit mín eftir bestu getu. Og það verður sko ekki breitt yfir nafn og númer Hösmaga fremur en fyrri daginn. Þrettán kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Þetta segir mér það að meira að segja framsóknarmenn séu farnir að skilja hversu gríðarleg áhrif Draumalandið hans Andra Snæs hefur haft. Farnir að fara undan í flæmingi. Enda kosningar ekki mjög langt undan og þá er hefð fyrir því að Framsóknarmenn reyni að taka upp allt aðrar stefnur en sínar eigin. Síðan detta hlutirnir í sama farið eftir kosningar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online