Thursday, July 13, 2006

 

Varadekkið.

Guðni var í kastljósinu í gærkvöldi. Hann ætlar að láta sér duga að verða varadekk áfram. Varadekk véfréttarinnar frá Bifröst. Það var þó auðheyrt á Guðna að hann var alls ekki sáttur við þessa ákvörðun sína. Nú hlakkar í draugnum sem einu sinni hét Halldór. Alvörudraugur í stað fortíðardraugsins sem stjórnað hefur þessum gæfulitla stjórnmálaflokki undanfarin ár. Gömlu samvinnuhugsjónirnar löngu farnar. Dauðar eins og öll kaupfélögin. Mér hefur ávallt verið hlýtt til Guðna. Og er enn að sjálfsögðu. Var að vona að látið yrði reyna á það hvers kyns fólk það er sem enn styður þennan deyjandi flokk. Með þessu verða sjónarmið Guðna og Kristins Gunnarssonar undir. Við skulum þó ekki afskrifa Kristinn strax. Hann hefur oft andæft í flokknum. Svívirðunni af stuðningi Halldórs við morðæði kana og breta í Írak t.d. Þar sem tugþúsundir saklausra borgara hafa fallið í valinn. Ekki vildi ég hafa slíkt á samviskunni. Draugar eru líklega samviskulausir svo mórallin plagar þá ekki. Niðurstaða þessa sjónarspils fáránleikans mun verða lýðum ljós fyrir haustdaga. Kosningavetur framundan og ríkisstjórnin ekki í ástandi til góðra verka. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn með alútbrunninn foringja. Engar nýjar hugmyndir og aðeins valdasýkin eftir. Kannski er von til að menn átti sig á þeim bænum ef vin- stri grænir koma vel sterkir út úr kosningunum.
Ekki er nú spáin nógu góð fyrir morgundaginn. Hinn rómaða 3ja stanga dag. Skúrir og rok. Ekki alveg það ákjósanlegasta. Er samt vongóður og alltaf gott að eiga samveru með sonunum tveimur. 43 komnir á land og vonandi verða þeir nokkru fleiri eftir morgundaginn. Green Highlander orðinn dragfínn að nýju. Græna þruman með eiginleika allra bestu gæðinganna. Með afl 330 ólmra stóðhesta undir vélarhlífinni. Öldungis unaðslegt.

Stofnfundur hollvinafélagsins verður í september. Kannski þann 9. Nokkrir Selfyssingar hafa stoppað mig á förnum vegi að undanförnu og lýst mikilli ánægju með þetta. Ef við leggjum saman kraftana getum við örugglega komið góðum áformum í verk. Ég hlakka til að vinna með þessu ágæta fólki. Og við munum afsanna delluna hjá eyðileggingaröflunum. Fjallið góða mun anda léttar. Bestu kveðjur úr sunnlensku slagveðri, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online