Monday, July 03, 2006

 

Seinni hálfleikur...

ársins er hafinn. Sá fyrri fremur fljótur að líða eins fara gerir nú hin síðari ár. Svinghjólið herðir stöðugt á sér. Veðrið er eiginlega hvorki gott né vont. Eiginlega ekkert veður að kalla. Laugardagur leið við tilraunir í veiði. Enginn árangur og Hösmagi var jafnvel hálfleiður þegar deginum lauk. Sá engan fisk og varð ekki var við neitt. Um kvöldmatarleytið í gær skrapp ég að ánni til að leita frétta. Hitti þar mann sem var að fara heim að borða annan laxanna sem hann hafði veitt.Bauð mér að nýta leyfið sitt. Ég sagðist ekki nenna því. Fór heim en fékk skyndilega bakþanka. Svona anga af hugboði. Dreif mig að ánni og var fljótur að krækja í einn. Hann verður á borðum hjá Immu á Mánavegi í dag. Það er nú ekki nýlunda að ekkert gangi á eigin veiðidögum en betur í annara manna leyfi. Laxinn er óútreiknanlegur og það er nú það skemmtilegasta við þetta. Þessi vinnuvika verður í styttra lagi hjá undirrituðum. Eftir vinnu á miðvikudag er árleg ferð í Haukadalsskóg. Þar er oftast gott veður og ljúft að koma í Gunnarslund. Veiði á fimmtudag, föstudag, afslöppun á laugardag og enn veiði á sunnudag. Kem hreinlega ekki höggi á framsókn fyrir önnum. Vonast eftir skáldinu til að hvíla mig aðeins á stönginni. Það er sem sagt allt ljúft eða svo gott sem. Einn skuggi á tilverunni. Nokkrar skemmdir á nýja glæsivagninum. Spurning hvað Krónusamloka laugardagsins kostar mig. Líklega ekki undir 50.000 Dýrt myndi brauðið allt. Bestu kveðjur að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online