Sunday, July 23, 2006

 

Iðjan eina.

Nú hefur íslenska sumarið sýnt sig. Ekki 35° sem er að drepa suma evrópubúa. Þetta indæla veður sem hér getur orðið þegar best lætur. Hef haldið mig stíft að veiðiskap og gengið nokkuð vel. 9 laxar á einni viku og skáldið krækti í 2 á föstudagskvöldið. Veiðigyðjan hefur sannarlega verið okkur hliðholl.
En stundum fylgir böggull skammrifi. Sumir stangveiðimenn eru þannig gerðir að þeir fara úr límingunum ef aðrir veiða meira en þeir sjálfir. Einkennilegt hvernig þau systkyni illmælgi, rógur, níð og öfund ná stundum tökum á sumu fólki. Sem betur fer eru þeir nú ekki margir. Þeir ættu að stunda eitthvað annað en veiðiskap. Við Sölvi fengum fnykinn af þessu yfir okkur á föstudaginn var. Ég ætla að láta þetta mér í léttu rúmi liggja. Veiði á þriðjudaginn og svo höldum við strákarnir í Veiðivötnin á fimmtudaginn. Það verður örugglega indælt líka. Framsóknarliðið getur fagnað þessa daga. En ég lofa ykkur því að það verður ekki mjög lengi. Þegar um hægist mun Hösmagi taka upp fyrri störf hér á blogginu. Honum er nú fátt heilagt þegar framsókn er annarsvegar.

Við Raikonen tökum því bara nokkuð rólega í dag. Held að hann sé nokkuð kátur með að hafa fóstra sinn heima. Hann kom með veiði hingað inn í morgun.Líklega viljað sýna mér að hann gæti nú fiskað eins og ég. Og ég var í vondri aðstöðu til að skammast. Fór og þvoði grænu þrumuna og síðan tekur uppvaskið við. Ég neyðist til að laga til hér heima áður en frúin sem ætlar að fóstra köttinn góða kemur. Ég er viss um að það mun fara vel á með þeim. Sem sagt allt annkoti gott.
Bestu sumarkveðjur krúttin mín, ykkar Hösmagi.

Comments:
Til hamingju með fengsældina, feðgar báðir. Ekki örlar nú á neinni afbrýðisemi frá Malmöbloggaranum nema síður væri.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online