Sunday, June 25, 2006

 

Vertíðin.....

byrjaði á laugardaginn. 60 ára afmælisopnun í Ölfusá. Ekki tókst nýja bæjarstjóranum að sýna snilld sína. En mér sýnist hann þannig vaxinn að hann eigi eftir að gera það síðar. Kaffi, rúnnstykki og stór laxaterta frá Guðna bakara. Þegar leið á daginn voru svo sumir að laumast í bjór og púrtara. Undirrituðum tókst í 5. sinn að krækja í fyrsta laxinn. Það var um hádegisbil sem lítil laxastelpa stóðst ekki feitan orm úr garðinum á Mánavegi. Alltaf kitlar þetta nú hégómagirnina örlítið. Komst ekki hjá því að vera myndaður með laxinn þó ég hefði kosið að hafa hann svolítið stærri. En lax er lax og hann bragðaðist afbragðsvel í gærkvöldi. Soðinn með kartöflum og smjöri. Undir kvöldið bættust svo 3 laxar við og tveir í gær. Byrjunin er því betri nú en undanfarin ár. Það veit vonandi á gott. Held aftur til veiða á morgun og síðan n.k. laugardag. Nú súldar hann aðeins í bili og hitinn um 10 gráður. Kannski gefur hann sig til í dag.
Það voru 2 bráðungir veiðimenn sem kræktu í laxana 2 í gær. Sannarlega ánægjulegt og líklegt að veiðibakterían hafi endanlega heltekið þá báða. Ekki sú versta sem hægt er að smitast af.

Eftir þessa veiðihelgi tekur djobbið við klukkan 9. Veiðifrí á morgun og 2ja daga frí í næstu viku. Lífið verður því bara hrein dásemd á næstunni. Það er að vísu svo að veðrið spilar ætið mikla rullu hér á norðurhjara. En kúnstin er sú sama og áður. Klæða sig í samræmi við veðurfarið. Vöðlurnar verja bæði fyrir kulda og regni. Svo er það ullarinn og góð úlpa. Gamli Gráskeggur er semsagt nokkuð hress með tilveruna og ætlar sér að rótonum upp í júlí. Með baráttukveðju, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online