Monday, June 26, 2006

 

Veiðiveður.

Blankalogn og dumbungur. Varla veður fyrir Sigga sænska. Indælt fyrir undirritaðan sem ætlar til veiða kl. 7. Er að vona að einn bíði eftir mér. Helst af stærri gerðinni. Stórstreymi nýliðið, áin frábærlega falleg og öll skilyrði hin bestu. En stundum dugar það nú ekki til. Ekkert veiðist ef fiskinn vantar. Trúi því að hann taki strax kl. 7. Svo er líka gott að vera í fríi að auki. Þá er hægt að láta líða úr sér í hléinu. Hverfa um stund inní draumalandið og safna kröftum til mikilla afreka þegar á daginn líður. Nú hafa veiðst 2 laxar sem eru yfir 10 pund á þyngd. Það eru rúm 28%. Í fyrra var hlutfallið innan við 1%. Vona svo sannarlega að þetta sé vísbending um það sem koma skal í sumar.
Ég varð fyrir hálfgerðum vonbirgðum af því tjallarnir komust í 8 líða úrslit. Skítheppnir og mættu detta út næst. Þá voru Ítalir heppnir að skora eftir alrangan dóm um vítaspyrnu. En mínir menn, Þjóðverjar, eru enn í góðum málum. Hef trú á að þeir leggi Argentínu. Þá þarf bara að ryðja 2 liðum úr vegi og titillinn er þeirra. Annars er ég nú enginn sérstakur áhugamaður um þessa íþrótt. Reyni samt að fylgjast með eftir bestu getu. En fer ekki úr límingunum þó mitt lið vinni ekki.
Það má eiginlega segja að nú sé gúrkutíð. Ekkert sérstakt að gerast. Og hugmyndasmæðin er slík að þó leitað sé í hugarfylgsnunum kemur ekkert upp sem vert að að tala um. Maður nennir ekki einu sinni að koma höggi á framsókn lengur. Já, aumt er það orðið. Njótið dagsins krúttin mín, ykkar Hösmagi í veiðihug.

Comments:
Gott að við erum sammála um takmarkaða aðdáun á Tjöllunum. Fyrir Liverpúlara er tilvalið að halda bara með Spáni og öllum Púlurunum í því liði.
...og ég kann bara alveg ágætlega við þetta hægviðri. Bara ef helst þurrt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online