Saturday, June 10, 2006

 

Gleðiefni.

Landvernd hefur kært veitingu starfsleyfis til námuvinnslu í Ingólfsfjalli til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Gott að líf er enn í Landvernd. Rökstuðningur íhaldsins í Þorlákshöfn er líka fyrir neðan allar hellur. Það fékk reyndar aðstoð hjá flokksbræðrum nafna míns Ólafssonar við þessa samþykkt. Líklega fáir vinstri grænir í Höfninni. Ég hef trú á að einhverntíma náist nú að stöðva þessa eyðileggingu. Enn hljóta að vera til góðar vættir. Og hollvinasamtökin munu krefjast friðlýsingar á fjallinu. Ekkert annað kemur til greina. Víkjum þessari blindu peningjahyggju til hliðar og verndum þetta fallega fjall.

Rekja áfram. Nokkuð hlýtt og bændur geta farið að slá svona í kringum þann 20. Og sigurganga framsóknarflokksins er hafin að nýju. Hvernig er þetta eiginlega með hann Dóra staðfasta? Þetta er auðvitað bara brandari. Aumingja karlinn virðist um það bil að glata glórunni. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir þennan flokk lengur. Fólk er að átta sig á því og þróunin mun halda áfram. Vondu karlarnir munu halda áfram að berja framsóknarflokkinn. Koma á hann höggi. Vonandi slá þeir ekki fyrir neðan beltisstað. Það er nú ekki fallegt að sparka í liggjandi hræ. Og ekki bara liggjandi. Það má eiginlega segja að flokkurinn sé bókstaflega alveg á rassgatinu. Í andarslitrunum. Jörðum hann bara og krossum svo yfir.

Rólegheit framundan í dag. Formúlan um hádegi á Silverstone. Læt mér fréttirnar duga frá Þýskalandi. Mínir menn byrjuðu vel með sigri á Kosta ríka. Vonandi gengur þeim vel í framhaldinu. Sem sagt, heilmikið um brauð og leiki þessa dagana. Með kveðju úr þokudrunganum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online