Tuesday, May 09, 2006

 

x barborg

Nýr snepill í forstofunni í gær. Var lengi að átta mig á hver væri að heiðra mig með þessum græna lit. Á forsíðunni stendur exbé. Á bakhliðinni framsókn til framtíðar. Og inni pésanum á flug með framsókn. Sá svo að þetta var stefnuskrá B listans í Árborg. x barborg. Þess er vandlega gætt í bæklingnum að nefna ekki nafn Framsóknarflokksins. Þar er ekki getið um framsóknarmenn. Exbé skal það heita hjá barborgurum. Líklega eru þeir orðnir smeykir við fælingarmáttinn sem nafnið á þessum flokki veldur í hugum þjóðarinnar. Vissara að breiða yfir nafn og númer eins og bretarnir í landhelginni í dentíð. Minnir mig á heimsókn til Hallberu ömmu minnar á Ljósheima árið 1959. Þá var gamla konan 99 ára. Stálhress andlega en líkaminn þreyttur. Þá voru nýafstaðnar kosningar og amma fór að spyrja mig um úrslitin. Þó ég hefði ekki kosningarétt þá fyrir æskusakir vissi ég allt um úrslitin. Alþýðuflokkurinn fékk svona marga þingmenn, Framsóknarflokkurinn svona marga, Sjálfstæðsiflokkur heilmarga og Alþýðubandalagið afganginn. Alþýðubandalagið spurði gamla konan. Hvað er það? Ég tjáði henni að það væri kosningabandalag sósíalista og ýmissa vinstri manna. Og þá mælti amma mín þessi spaklegu orð: Alltaf eru þeir að skipta um nafn þessir ólukkans kommúnistar. Og nú er það bara exbé hjá framsóknarmaddömmunni. Þetta er mjög áberandi í Reykjavík. Þar er framsóknarflokkurinn algjört bannorð. Eins og hér í Barborg. Líklega hefur einhver sálfræðingur lagt þetta fyrir. Menn gætu glapist á að greiða þessu framboði atkvæði sitt af slysni. Því miður er það svo að margir eru nú ekki vel upplýstir um stjórnmálaflokkana. Þeir sanntrúuðu villast að sjálfsögðu ekki. En hinar villuráfandi sálir gætu ef til vill slysast til að kjósa bara exbé. Þjóðarsátt um flugvöll á Lönguskerjum. Eða Lönguvitleysu sem stundum var spiluð í gamla daga. Nú hefur framsóknarflokkurinn yfirgefið sitt eigið húsnæði hér á staðnum. Komnir í gamla Goggabíó eða Dverginn. Búið að mála allt. Og einnig yfir nafn og númer flokksins. Þetta er nú aldeilis nútímakosningabarátta. Ég ætla nú samt að vona að fólk sjái í gegnum þetta. Þetta eru bara gömlu framsóknarlummurnar. Búið að velgja þær upp. Það má þó samfylkingin eiga að hún kannast þó enn við nafn sitt. Og hinir flokkarnir einnig. Við skulum minnast þess í kosningunum þann 27. að eini flokkurinn sem enga ábyrgð ber á núverandi bæjarstjórn eru Vinstri grænir. Annar fulltrúi íhaldsins greiddi t.d. atkvæði með meirihlutanum í Miðjuhneykslinu. Hinn á bara heiður skilinn fyrir að hafa verið einn á móti þessum hrikalega afleik. Þetta er svona svipað og að leika drottningunni beint ofaní riddarann. Eða halda menn virkilega að þeir Frans, Einar El og félagar hafi látið plata sig. Þeim einfaldlega tókst að snúa á alla sauðina í bæjarstjórnininni nema þennan eina Vökustaur. Hann fær pre frá mér fyrir það. Of þeir sem vilja koma þessari bæjarstjórn fyrir ætternissstapa eiga bara 2 kosti. Vinstri græna eða íhaldið. Annan mjög góðan og hinn minna góðan. Þetta velkist ekkert fyrir mér. Kveðjur úr næturkyrrðinni, ykkar Hösmagi, harðari en nokkru sinni.

Comments:
Er með aðstoðarmann til að geta kommenterað um skrif Hösmaga. Það verður þó ekki gert að þessu sinni en bestu þakkir fyrir afmælistertu Raikonen. Bíð eftir mynd af Hösmaga á vespunni.
Kv. Hatseput og MS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online