Tuesday, May 30, 2006

 

Vætutíð.

Hann rignir nokkuð þétt í morgunsárið. Hitinn um 7 gráður. Þetta mun vera kallað grasveður. Hlýnar meira í dag. Þá verður enn meira grasveður. Það er þó ljóst að allur gróður verður seinni til nú í ár eftir óvenjukaldan og þurran maí. Engin ástæða til að kvarta því sumarið er örugglega skammt undan. Þá verður gott að éta brauð og iðka leiki. Nú þarf að huga að græjunum. Stangir, línur og hjól. Og allt hitt. Túburnar og maðkurinn, önglar, sökkur, nælur og spænir. Tíminn er svo fljótur að líða að það er einsgott að fara að gera þetta allt klárt. Fæ örugglega leyfi til að kíkja í garðinn hjá Immu minni. Þar eru stórir ormar uppi í vætutíð að næturþeli. Imma er líka góð til áheita. Það hefur margsannast. Hún heitir reyndar Ingibjörg og er móðir fyrrum sambýliskonu minnar, Grétu. Báðar ágætar.

Stutt varð í viðræðum S og D hér í gær. Gæti endað með því að Eyþór og skósveinarnir lappi uppá föllnu maddonnuna með barborgurum. Kannski við hæfi eins og dæmin sýna víða um landið. Við bíðum átekta. Kannski fáum við allstaðar vondar bæjarstjórnir. Það er kannski ekkert skrítið úr því Vilhjálmur Vilhjálmsson er orðinn sósíalisti. Alveg er það yfirgengilegt hvað sumir eru lunknir að hafa algjör endaskipti á öllum sköpuðum hlutum. Ekki síst sannleikanum. Litli, ljóti trúðurinn í kastljósi sjónvarpsins í gær var gott vitni um það. Guð hjálpi Reykjavík næstu 4 árin. Kveðjur úr vætunni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ja - gagnrýninni var nú ekki ætlað að hljóma persónuleg. Skammirnar beinast fyrst og fremst gegn þeim Árborgarbúum sem höfðu geð í sér að setja X við D eftir það sem á undan er gengið. Og samstarf Vinstri grænna við þennan gamla smákóngaflokk ... ég veit ekki með hana. Prinsipp eru reyndar lítils virði ef þau breytast í afturhald og þráhyggju en ég sé ekki í fljótu bragði hvað gott á að hljótast undan hjónasæng V og D. Tek fram að ég er ekki nmjög innvinklaður í bæjarpólitíkina á Selfossi svo þetta eru kannski fordómaskrif - og þó. Flokkur sem á landsvísu er nú endanlega að festa mig og mína líka neðst í samfélagsstiganum með óðaverðbólgu, afnámi vaxtabóta í stað afnáms hátekjuskatts, vaxtahækkunum, gengisfellingu og hversu lengi mætti ekki áfram telja - er hann einhvers virði í samstarfi við vinstri öflin einhvers staðar, hvort sem er í Árborg eða landsstjórn? Sama hvað fallkandídatarnir hafa aðhafst þá efast ég um að íhaldið muni gera betur. Hafðu annars ekki dálkinn daufan, það er ástæðulaust. Framundan er sumar mikilla fiska og útivistar og það er meira gleðiefni en svo að heimskir stjórnmálamenn fái spillt því. Bestu kveðjur úr landi stóru ánaðmaðkanna, SBS
 
Sannarlega mun ég ekki láta þessi atvinnugóðmenni spilla fyrir mér sumrinu.Þau hæla sjálfum sér stöðugt af verkum sínum.Og ég á ekki von á neinum kraftaverkum frá nýrri bæjarstjórn, því miður. Ef þið hjónaleysin viljið láta grænu þrumuna vera til staðar í Keflavík þann 7. ætti það að vera hægt. Bið að heilsa stóru ormunum í Skotaveldi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online