Thursday, May 25, 2006

 

Vikulok.

Veðrið er nú bærilegra en undanfarna daga. Hitinn komst í 12 stig í gær og nú er hér sólskin og 4 gráður. Verður líklega bara ágætt í dag. Á kosningadaginn fyrir 8 árum var ég að veiða í Tangavatni. Man eftir að ég rótaði honum upp. Kannski væri upplagt að skreppa á morgun ef svo heldur fram sem horfir með veður. Eftir frídag í gær fannst mér vera mánudagur í morgun. Dásamlegt að hafa föstudag og 2ja daga frí framundan.
Spennan enn fyrir hendi í borgarstjórnarkosningum. Ánægjulegt að eins og er er íhaldið með 7. En það sem verra er er að exbé maðurinn er kominn inn. Þokkalegt ef hann verður í oddaaðstöðu. Þó er spá mín sú, að verði þetta niðurstaðan, muni íhaldið mynda meirihluta með vinstri grænum. Það yrði nokkuð athyglisvert þó það sé ekki nein óskaniðurstaða. En þetta skýrist síðar. Kosningarnar eru líka spennandi hér. Ómögulegt er að spá fyrir um niðurstöðuna. Finnst þó nokkuð líklegt að vinstri grænir nái inn manni en það er langt frá að vera öruggt. Vona að meirihlutinn falli. Hann á svo sannarlega ekki annað skilið. Það er líka eina vonin til þess að hér verði breytt um stefnu til hins betra. Það getur þó orðið erfitt að hreinsa upp sumt sem þessi meirihluti hefur skilið eftir sig.
Ég hefi viðrað hugmyndina um hollvinasamtök Ingólfsfjalls lítillega. Henni hefur verið vel tekið. Staðráðinn í að láta verða af þessu innantíðar. Freysteinn mágur minn er sérfræðingur í jarðfræði fjallsins. Þarf að heimsækja hann fljótlega og ræða málin. Þá hef ég loforð um ljósrit af u.þ.b. 130 úrklippum úr blöðum sem varða skemmdarverkin á fjallinu. Verður fróðlegt að lesa þau skrif. Viss um að margir vilja vera með. Og sem betur fer eru nú til andstæðingar hryðjuverkanna í öllum stjórnmálaflokkunum. Menn þurfa ekki að sýna flokksskírteini við inngöngu í þessi samtök. Einungis að hafa vilja til að vernda fjallið með öllum tiltækum ráðum.Það verður ekkert árgjald. Frjáls framlög fyrir útlögðum kostnaði. Þetta verður góður félagsskapur. Ókeypis inn og allir velkomnir eins og þar stendur.
Sama kyrrðin hér árla dags. Fuglar himinsins á sveimi hér yfir. Þeir Pési og Raikonen að snudda hér í kringum mig að venju.Og annað tíðindalítið hér af austurvígstöðvunum. Kveð að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments:
get vel skrifað undir svona pappír. allir í hollvinafélagið!
 
Já, ég hef áður lýst yfir áhuga á inngöngu og ítreka hann hér með.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online