Tuesday, May 30, 2006

 

Svikin loforð.

Ég hálflofaði að leggja pólitísk skrif á hilluna um sinn. Eftir að hafa fengið 2 comment á morgunbloggið get ég þó ekki orða bundist. Ósköp eru sumir eitthvað tens. Óhróður og fleira fínerí heitir það. Og tryggð við Sjálfstæðisflokkinn. Menn verða nú að horfa á hlutina í samhengi. Allan þennan mánuð hefi ég lýst afrekum síðustu bæjarstjórnar. Undrar einhvern að ég efist um nýjan meirihluta með þetta sama lið innanborðs. Þeir töpuðu 3 fulltrúum af 7. Það kalla ég nú afhroð. Og það vita það nú allir sem þekkja mig að ég hef aldrei elskað sjálfstæðisflokinn sérlega heitt og því síður hægt að tala um tryggð í því sambandi. Vildi einfaldlega láta reyna á hvort hægt væri að búa til betri bæjarstjórn. Kannski var það borin von frá upphafi. Eftir innkomu þessa Messíasar sem kom svífandi þöndum vængjum. Ég varaði við honum strax. En íhaldið hér bar ekki gæfu til að sjá í gegn um hann. Enda sumir farnir að sjá það að hann er farinn að þvælast fyrir þeim. Virðist heldur ekki muna í dag það sem hann sagði í gær. Og að eigin sögn lenti hann bara í smá "óhappi" Líklega öllum öðrum að kenna en honum sjálfum. Komist hann til áhrifa í næstu bæjarstjórn er spá mín sú að hann verði ekki langlífur þar. Ef svo yrði skal ég viðurkenna að Árborgurum séu allar bjargir bannaðar. Það er einfaldlega satt og rétt sem ég sagði um hann í upphafi. Sá sem ekki getur stjórnað sjálfum sér getur ekki stjórnað heilu bæjarfélagi. Og ég er lika fullviss um það að vinstri grænir selja ekki íhaldinu sálu sína fyrir baunadisk frekar en föllnu maddonnunni. Og ef fer sem horfir að íhaldið taki annanhvorn fallkandidatinn uppí til sín er kannski best að hugleiða það sem konan sagði í sjónvarpinu í gær að hún væri að hugsa um að segja sig úr þjóðfélaginu. Við skulum þó vona að óhamingu Árborgar verði ekki allt að láni. Ykkar Hösmagi, hálfdaufur í dálkinn eftir ómaklega gagnrýni.

Comments:
Hvað sagði ég ekki: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item73002/
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online