Monday, May 29, 2006

 

Spár.

Sumar spár mínar rætast. Skælbrosandi frammari komin uppí hjá íhaldinu í Reykjavík. Skil vel konuna í sjónvarpinu í gærkvöldi sem einfaldlega langaði til að segja sig úr þjóðfélaginu. Frammarinn fékk orkuveituna til að leika sér að. Þá getur Vilhjálmur gert allt sem honum sýnist. Við skulum bara vona að þeim takist ekki að eyðileggja höfuðborgina alveg á þessu kjörtímabili.
Ekki veit ég hvað er að gerast hér á Selfossi. Það er þó jákvætt að viðræður B S og V eru sagðar á viðkvæmu stigi. Þýðir væntanlega að kröfur vinstri grænna standa eitthvað í föllnu madonnunni.Enda er það dauðadómur yfir vinstri grænum hér ef þeir gefa of mikið eftir. Þá er miklu betra að reyna samstarf við sjálfstæðisflokkinn. Og eðli málsins samkvæmt hefði átt að byrja þar. Bæjarstjórnin fékk einfaldlega falleinkunn og engin endurnýjun varð á efstu mönnum á listum B og S. Þreytt fólk á að hvíla sig.
Maí brátt á enda runninn. Hitastigið enn fremur lágt en þó grænkar nú nokkuð ört þessa daga. Og næsti mánuður er mánuður hinn björtu nátta. Og vertíðarbyrjunar. Kannski læt ég loks verða af því að velta mér allsberum uppúr dögginni á Jónsmessunótt. Gæti best trúað að það magnaði upp sálina. Og gerði kroppnum gott að auki. Og örugglega gott fyrir mátt veiðigyðjunnar. Sem svo oft hefur staðið með mér við þessa indælu iðju. Ég er ekki að halda því fram að ég hafi neina náðargáfu á þessu sviði. En margan fiskinn hef ég fengið á krókinn eftir að hafa farið eftir hugboði. Einhverskonar hvísli í eyrað. Þetta yljar manni oft á köldum vetrarnóttum. Enga á ég nú konuna hvort eð er. Reyndar ágætlega sáttur við það. Þegar hugurinn er í jafnvægi, þú hlakkar til að vakna á morgnana, ferð glaður á fætur og tekur til verka er ekki yfir neinu að kvarta. Fátt er erfiðara en vera ósáttur við sjálfan sig. Megi þessi bjarti og fagri maídagur færa ykkur gleði og lukku. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Endar ekki bara á thví ad framsókn hoppar upp í med íhaldinu hjá ykkur eins og alls stadar annars stadar thar sem framsókn neitar ad skilja skilabod kjósenda og kann ekki ad tapa med saemd og draga sig í hlé um stundarsakir?
 
Ég veit nú heldur ekki hvað þessi skyndilega tryggð við Sjálfstæðisflokkinn á að þýða - hvert bloggið á fætur öðru um samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn! Öðru vísi mér áður brá. Þetta finnst mér óhróður og ógeðslegt. Hvurslags bæjarfélag er það líka sem getur sætt sig við að hafa jafn ábyrgðalausan og siðlausan mann í brúnni og vilji virðist vera til ef marka má kosninguna? Ég skammast mín fyrir mitt gamla bæjarfélag núna, og fyrir mitt núverandi bæjarfélag skammast ég mín líka.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online