Wednesday, May 10, 2006

 

Smáhlé...

á bæjarpólitíkinni. Mætti tveimur framsóknarmönnum í gær. Báðir sanntrúaðir og staðfastir eins og Dóri. Fannst þeir líta mig hornauga. Kannski lesið síðasta bloggið mitt. Lét mér það í réttu rúmi liggja. Ekki er það mér að kenna að þeir eru framsóknarmenn. Kannski bara fæddir svona, karlagreyin.
Hitastigið hefur nú fallið aftur í fyrra horf. Sex gráður og vatnsgola. Kragi eftir miðju Ingólfsfjalli. Ósköp kyrrlátt samt sem áður. Hugsa að vespan fái að hafa það náðugt í skúrnum í dag. Í gærmorgun fór ég rúnt austur Flóaveginn. Það var blankalogn. En þegar þú ert kominn á 50 km hraða er hávaðarok á vespunni. Ég hyggst fjárfesta í vatnsheldum vindgalla mér til varnar á þessum ólma gæðingi. Nítró, fyrirtækið sem flytur inn þessar vespur, hefur nú ekki undan. Nú er bið fram í júlí eftir svona grip. Mér finnst líklegt að bensínverðið hafi hér mikil áhrif. Auk þess eru þetta lipur og létt farartæki. Taka lítið pláss og hægt að leggja þeim nánast hvar sem er. Ef þú átt ekki bílskúr geturðu í mörgum tilfellum kippt vespunni inní forstofu á nóttunni. Samkvæmt skráningarskírteini bláu vespunnar er hún 70 kg að þyngd. Jeppinn unaðslegi 2.145 kg. Eins og ég minntist á um daginn finnst mér gott samræmi í þessum farartækjum. Nóg afl í báðum. Vespan kemst ýmislegt sem jeppinn kemst ekki og öfugt.
Sé að tækniþekking Hatseputar hefur vaxið. Fékk comment á Barborgarabloggið. MS líklega viðriðinn málið. Og að sjálfsögðu sendi ég frúnni myndina af mér klofvega á þeirri rauðu.

Elsku hjartans merin mín
mjúk og góð til reiðar.
Óðum vex mín ást til þín
undir mér þú skeiðar.

Svona yrkja menn þegar þeir verða ástfangnir af rauðum merum.

Svo datt mér allt í einu í hug það sem Ragnar í Smára sagði einu sinni: Lofið framsóknarmönnum að koma til mín en bannið þeim það ekki því þeirra er smjörlíkið.

Ástarkveðjur krúttin mín, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ekki eru thetta nú upplífgandi fréttir, nafni:
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item71550/
 
Sannarlega ekki. Og rökin lágkúruleg. Ljótleikinn, skemmdarverk og eyðileggeng skipta auðvitað engu máli þegar budda sumra er annarsvegar. Ég er hreinlega bálreiður. En þar sem íhaldið er eitt í meirihluta er auðvitað ekki von á góðu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online