Sunday, May 21, 2006

 

Sólskin...

í hjarta. Hösmagi vaknaði óhemjuhress í morgunsárið. Með sólskin í hjarta og nýra og með fulla dómgreind. Það er að vísu 2ja stiga frost úti. Bjart og kyrrt. Senn tekur ný törn við í vinnunni. Ásettur dagur og ég ætla að gófla upp aurum fyrir firmað. Nú er íhaldið byrjað að hringja. Það heitir víst maður á mann. Sá sem hringdi í mig þekkir mig lítillega. Hefur eflaust pata af áliti mínu á núverandi bæjarstjórn. Hann sagði mér að strika Eyþór ábyrga út af listanum. Við slitum samtalinu glaðir í bragði. Aðalatriðið er allavega það sama hjá báðum. Að senda þessa bæjarstjórn í frí næstu 4 árin. Vonandi tekst okkur það. Samkvæmt Gallup er allt í járnum í höfuðborginni. Verðum bara að vona að atkvæðaskiptingin verið ekki íhaldinu hliðholl. Reglurnar gera það að verkum að einn flokkur á möguleika á hreinum meirihluta með svona vel liðlega 40% atkvæða á bak við sig. Sennilegt er að Ólafur Magnússon frjálslyndur verði í oddaaðstöðu. Gamall íhaldsmaður sem rakst illa í flokki sínum. Umhverfissinnaður og að ég held hinn vænsti maður. Við bíðum bara átekta. Ef svo slysalega vildi til að aðstoðarmaður Dóra næði kosningu er ekki að efast um að hann skriði undir íhaldssængina. Það yrði slæmt fyrir Reykvíkinga.
Eftir pistil gærdagsins um ljósastaurana kom mér allt í einu í hug ljóðið um manninn með hattinn.

Maðurinn með hattinn
stendur upp við staur.
Borgar ekki skattinn
af því hann á engan aur.
Og í framhaldinu kom mér í hug staka. Eins og ykkur er kunnugt eru jólasveinarnir hálfgerðir fuglar. Til alls vísir einkum þegar dómgreindarbrestur skellur á.

Á austurleið var Giljagaur
göróttum fylltur miði.
Ekki lítinn ljósastaur
látið gat í friði.

Með sólskinskveðju frá mér og þeim félögum Kimi Raikonen og Pétri Högnasyni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ansi er madur utangatta erlendis; en eg maeli med Piaggo i vespukaupum; reyndar og traustar held eg. Gaetu tho verid dyrari. Hvad um thad. Vid komum heim 7. juni. Eg thyrfti ad komast i uppgrip ef thu veist um slik. Tek tho ekki ad mer samstarf vid EA thott thad se i bodi fyrir mikid fe.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online