Tuesday, May 23, 2006

 
Sami kuldinn með aðeins minna roki. Vona að hlýrra verði þegar skáldið og Helga birtast 7. júní. Líklega orðin óvön svona veðri. En svona er nú að vera bóhem á suðrænum ströndum þegar við hin skjálfum í ullaranum hér á ísaköldum slóðum. Hlakka til að sjá ykkur krakkar mínir.
Frambjóðandinn sem lofaði að vera góði strákurinn eftir að hafa skandaliserað stendur að sjálfsögðu ekki við loforðið. Mætir óboðinn í afmæli, á vinnustaðafundi o.s.frv. Það liggur við að ég vorkenni íhaldinu yfir vandræðaganginum á því. Foringinn hefur ekkert lært og mun ekki gera það. Og það virðist enginn í þessum flokki hér á staðnum geta tekið af skarið. Enda margir sem verja foringjann staðfastlega. Finnst allt óhróður sem þó er sannleikurinn einber. En skemmdir ávextir verða aldrei nýir aftur. Ef íhaldið vildi halda foringjanum frá ætti því að vera það í lofa lagið. Hvernig væri nú að útbúa hengirúm milli tveggja ljósastaura og lofa honum að hvíla sig í því. Svona fram yfir kosningar a.m.k.
Ég uppgötvaði í gær að það er aukafrídagur á morgun. Jesúsi að þakka. Sagður hafa stigið upp til himna þennan dag fyrir margt löngu. Alltaf leggst sumum þrælum eitthvað til. Það versta er að geta ekki liðkað Herconinn almennilega. Finnst einhvernveginn að það sé kominn fiðringur í stöngina. En ég verð að trúa því staðfastlega að það rætist úr. Margt getur breyst á einum mánuði. Mér var að detta í hug í gær að stofna félag. Hollvinafélag Ingólfsfjalls. Það er í rauninni skömm að það skuli ekki hafa verið stofnað fyrir löngu. Við höfum sofið á verðinum. Ég líka skal ég viðurkenna. Höfum horft á hryðjuverkin áratugum saman án teljandi mótmæla. Við skulum kanna efnistöku annarsstaðar. Ef vel væri unnið væri möguleiki á að eyðileggingunni yrði sjálfhætt. Veski Kjarrbóndans hlýtur að vera orðið nógu bólgið. Reynum að rísa gegn þessu ofbeldi gegn aðalsmerki fegurðarinnar hér. Sem formaður umhverfisnefndarinnar sér ekki. Kannski ekki von því hann er barborgari. Og yfirbarborgarinn hefur ekki aðrar fréttir 4 dögum fyrir kosningar en mánaðargamla tilkynningu um góðverk sitt. Lækkun fasteignagjalda. Í guðanna bænum, gefum þessu liði hvíldina sem það á skilið eftir öll góðverk kjörtímabilsins. Mjög öflugur stuðningur við vinstri græna er besta skrefið í þá átt. Veit að Ingólfsfjall er mér sammála.
Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Líst vel á hollvinafélagið. Vona svo að það fari að hlýna á norðlægum slóðum, bæði hér og uppi á Íslandi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online