Tuesday, May 23, 2006

 

Ritgleði.

Þó Hösmagi sé nú ritglaður þessa dagana er nú óþarfi að þrykkja út sama pistlinum tvisvar. Eitthvert smáólag á vefnum og það er nú skýringin. Bið forláts. Smá viðbót samt. Fékk glóðvolgt komment frá nafna mínum og býð hann hjartanlega velkominn sem stofnfélaga í hið nýja óstofnaða hollvinafélag. Best væri auðvitað að halda stofnfundinn uppá Inghól. En líklega verður hann nú haldinn hér niðri á láglendinu. Viss um að margir aldnir Selfyssingar vilja vera með. Gott að hafa fengið Sigurð Ólafsson sem bandamann í baráttunni. Og svona til viðbótar frásögninni af símtalinu við íhaldsmanninn. Ég spurði hann sérstaklega um afstöðu sjálfstæðismanna til títtnefndra hryðjuverka. Hann tjáði mér að stefnan væri skýr. Hún væri í bæklingnum sem borinn hefði verið í hvert hús nýlega. Ég hef nú hent þessu jafnóðum sem hverju öðru rusli. En viti menn. Bæklingurinn var hér á bókahillunni. Og stefnan? Ekki orð um Ingólfsfjall. Þar er talað um nægt lóðaframboð, heildstæð miðsvæði í þéttbýliskjörnum, götur og gangstéttar. Reyndar minnst á að standa vörð um fuglafriðlandið. Kanski eru það bara vinstri grænir sem telja umhverfisstefnu meira en að éta lífrænt ræktaða grænmetið og laga gangstéttar. Þeir hafa einir skýra og tæra stefnu varðandi fjallið góða. Vernda það og verja með kjafti og klóm. Eins og ég hef sagt áður blasir fjallið við héðan úr kontórnum mínum. Mér sýnist brúnin örlítið léttari á því núna. Eftir tvo morgunpistla. Takk fyrir kommentið nafni minn góður, Hösmagi, alveg ígulgrænn í morgunsárið.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online